Vörður

fréttir -

28. mar 2019

Rekstrarstöðvun WOW AIR

Réttindi farþega Vegna rekstrarstöðvunar WOW AIR viljum við benda á að ferða- og kortatryggingar bæta því miður ekki tjón farþega vegna fjárhagserfiðleika eða gjaldþrots flugrekenda eða annarra slíkra aðila sem annast farþegaflutninga.

Frekari upplýsingar um réttindi farþega er hægt að kynna sér á heimasíðu Samgöngustofu. Þar má m.a. sjá umfjöllun um möguleika á endurgreiðslu, ýmist í gegnum kreditkortafyrirtæki eða ferðaskrifstofu, ef um alferð (samsett ferð þar sem flug og fleiri þjónustuþættir, s.s. gisting, eru seldir saman) er að ræða. Á heimasíðu Valitor má einnig finna upplýsingar um málið.