Umferðaröryggi

Við leggjum áherslu á að auka öryggi í umferðinni og fækka umferðarslysum.

Við leggjum okkar af mörkum að fækka umferðarslysum og auka öryggi í umferðinni. Það er lykilþáttur í að koma í veg fyrir meiðsli starfsmanna og annarra vegfarenda. Með aukinni áherslu á umferðaröryggi er jafnframt dregið úr skemmdum á öktækjum og vörum sem er verið að flytja.

Hér má finna helstu einkenni flotafyrirtæki sem ná hvað bestum árangri í fækkun umferðarslysa.

  • Virk þátttaka stjórnenda

  • Stefnumótun í öryggismálum

  • Þjálfunar- og innleiðingaráætlun fyrir bílstjóra

  • Öryggismat á leiðum. Viðmið um vind fylgt með akstursstöðvun.

  • Greining á síbrotaökumönnum og inngrip

  • Rannsókn og greining á slysum

  • Eftirlitsbúnaður í bílum (staðsetning, hraði, aksturslag, ofl.)

  • Samþykktur bílstjóri: Ökuréttindi, lágmarksaldur, reglur um hverjir sitja í, ofl.

  • Skýr stefna um notkun farsíma og snjalltækja

  • Lögum og reglum fylgt. Um ökutæki, ökumenn, akstur og hvíld og önnur viðmið.

  • Gagnasafn um „næstum því slys“ og greining gagna

Er þitt fyrirtæki með öryggisáætlun í umferðinni?