Brunavarnir eru lykilatriði til að tryggja öryggi starsfólks og viðskiptavina.
Brunahönnun húsnæðis þarf að vera í samræmi við þá starfsemi sem fer fram í húsinu. Þetta er lykilatriði til að tryggja öryggi starsfólks og viðskiptavina. Vörður leggur mikla áherslu á eldvarnir fyrirtækja og er það hluti af forvarnaheimsóknum okkar. Við könnum meðal annars eftirfarandi atriði:
Er brunaviðvörunarkerfi virkt í húsinu?
Eru rétt slökkvitæki í húsinu?
Hefur slökkvibúnaður verið tekinn út innan 12 mánaða?
Eru eldvarnarhurðir milli brunahólfa, lokaðar eða á seglum
Eru flóttaleiðir í lagi og útljós sem vísa veginn?
Eru aðvörunarkerfi tengd stjórnstöð
Er framkvæmt reglubundið Eigið Eldvarnareftirlit?
Er framfylgt reglum um logavinnuleyfi ef heit vinna er framundan?
Á heimasíðu Eldvarnabandalagsins má finna gagnlegt efni um eldvarnir, m.a. gátlista fyrir Eigið Eldvarnaeftirlit og leiðbeiningar um logavinnu.