Íbúðalíftrygging

ÍBÚÐALÍFTRYGGING ARION BANKA Líftrygging tengd íbúðalánum

Hjá flestum vega greiðslur af íbúðaláni þyngst af föstum skuldbindingum heimilisins. Bótum Íbúðalífs er m.a. ætlað að greiða afborganir og vexti lánsins í tiltekinn tíma ef til andláts kemur.

Við andlát vátryggðs greiðast bætur tryggingarinnar til rétthafa til frjálsrar ráðstöfunar. Þannig fæst dýrmætt svigrúm til þess að laga sig að breyttum aðstæðum og búa þannig um hnútana að heimilisreksturinn haldist í jafnvægi.

Íbúðalíf er samstarfsverkefni Varðar líftrygginga hf. og Arion banka hf.

AÐALATRIÐI

  • Iðgjald og vátryggingarfjárhæð helst óbreytt á samningstímanum.

  • Komi til andláts eru bætur greiddar sem eingreiðsla og eru því skattfrjálsar.

SMÁA LETRIÐ

  • Tryggingin gildir að hámarki til 60 ára aldurs og er í boði fyrir 55 ára og yngri.

  • Samningstíminn getur aldrei orðið lengri en árafjöldinn að sextugu eða 15 ár að hámarki.

  • Stendur þeim einstaklingum til boða sem taka ný íbúðalán hjá Arion banka hf.