Reiðhjólatrygging

Vörður býður reiðhjólafólki sérstaka tryggingu gegn þjófnaði, skemmdum á hjóli og búnaði og öðrum óvæntum atvikum við reiðhjólaiðkun. Tryggingin gildir á Íslandi og erlendis í allt að 92 daga og einnig í keppnum og æfingum fyrir keppnir.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

ÁBYRGÐARTRYGGING

Tryggir vátryggðan fyrir þeirri skaðabótaskyldu sem hann getur bakað sér samkvæmt íslenskum lögum við reiðhjólaiðkun

REIÐHJÓL OG BÚNAÐUR

Tryggir reiðhjól og búnað, s.s. öryggisbúnað vátryggðs fyrir utanaðkomandi atvikum og þjófnaði.