Við leitum að metnaðarfullum, framsæknum og drífandi einstaklingi í starf vörustjóra fyrirtækjatrygginga hjá Verði. Starfið er í senn fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt og snýst um að reka tryggingar fyrir fyrirtæki hjá Verði ásamt því að sinna nýsköpun með því að innleiða nýjar vörur sem eftirspurn er eftir á markaði. Viðkomandi mun meðal annars leggja áherslu á vörustjórnun trygginga fyrir sjávarútveg. Í samstæðunni starfar öflugur og skemmtilegur hópur fólks sem viðkomandi mun starfa náið með.
Starfssvið
Reka og þróa þær vörur sem Vörður er með í rekstri fyrir fyrirtæki, einkum í sjávarútvegi
Fylgja eftir markmiðum í sölu og þjónustu
Skilgreina vörusýn og taka þátt í viðskiptaþróun
Nýsköpun og innleiðing á nýjum vörum
Viðhald og uppbygging á verðskrám
Kynningar- og fræðslumál
Framsetning áhættuviðmiða
Hæfniskröfur
Góð þekking og reynsla af atvinnutengdum tryggingum
Þekking og reynsla af vöruþróun
Þekking á sjávarútvegi er kostur
Framúrskarandi samskiptahæfni
Greiningarhæfni
Frumkvæði, þjónustulund sjálfstæði og drifkraftur
Háskólamenntun sem nýtist í starfi
Nánari upplýsingar um starfið veitir Friðrik Bragason, forstöðumaður ([email protected]) og Thelma Lind Steingrímsdóttir, mannauðsráðgjafi ([email protected])
Umsóknarfrestur er til og með 19.nóvember 2024.
Við hvetjum öll til að sækja um.
Fullum trúnaði er heitið og umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.