Sumarstörf

Við leitum að sjálfstæðum,jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum sem hafa áhuga á skemmtilegum sumarstörfum hjá Verði.

Við leitum að sjálfstæðum, jákvæðum og kraftmiklum einstaklingum sem hafa áhuga á skemmtilegum sumarstörfum hjá Verði. Áhersla er lögð á ríka þjónustulund, frumkvæði í starfi og afburða samskiptahæfni.

Sumarstörfin eru fjölbreytt og fela í sér þjónustu og samskipti við viðskiptavini okkar innan tjónaþjónustu. Í tjónaþjónustu Varðar starfar öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun s.s. verkfræði, bifvélavirkjun, hjúkrunarfræði, lögfræði, viðskiptafræði, stjórnmálafræði og ýmiss konar iðnmenntun.

Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með yfir 65 þúsund viðskiptavini um land allt, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, sjálfbærni, vellíðan og starfsánægju.

Vörður hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021 með áherslu á kynjajafnrétti og hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð 2020 frá Creditinfo og Festu. Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki frá árinu 2014.

Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 1. mars 2023