Teymi persónutrygginga

Við leitum að öflugum aðila í teymi persónutrygginga. Helstu verkefni snúa að þjónustu við viðskiptavini í tengslum við útgáfu persónutrygginga, breytingar og uppsagnir á tryggingum, ýmis konar ráðgjöf vinnog áhættumati. 

Brennur þú fyrir þjónustuveitingu og samskiptum? Átt þú gott með að vinna í teymi fólks sem sinnir fjölbreyttu og ólíkum verkefnum frá degi til dags? Við leitum að öflugum aðila í teymi persónutrygginga. Helstu verkefni snúa að þjónustu við viðskiptavini í tengslum við útgáfu persónutrygginga, breytingar og uppsagnir á tryggingum, ýmis konar ráðgjöf áhættumati. 

Hæfniskröfur

  • Framúrskarandi þjónustulund og samskiptahæfni

  • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum

  • Menntun og/eða starfsreynsla sem nýtist í starfi

  • Góð tölvu- og íslenskukunnátta

Nánari upplýsingar um starfið veitir Unnur Ósk Björnsdóttir, forstöðumaður [email protected]

Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með yfir 65 þúsund viðskiptavini um land allt, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, sjálfbærni, vellíðan og starfsánægju.

Vörður hlaut hvatningarverðlaun jafnréttismála 2021 með áherslu á kynjajafnrétti og hvatningarverðlaun fyrir framúrskarandi samfélagsábyrgð 2020 frá Creditinfo og Festu. Vörður er jafnlaunavottað fyrirtæki frá árinu 2014.

Við hvetjum alla áhugasama einstaklinga að sækja um.

Umsóknarfrestur er til 3. mars 2023