Forstöðumaður á sviði tjóna og stofnstýringar

Forstöðumaður á sviði tjóna og stofnstýringar ber ábyrgð á verkefnum sem snúa m.a. að verðstýringu, afkomugreiningum, viðskiptagreind og forvörnum og veitir framþróun þeirra þátta forystu. Hann stýrir og ber ábyrgð á mannauði viðkomandi eininga, styður starfsfólk til ábyrgðar og veitir þeim umboð til athafna.

Forstöðumenn fylgja því eftir að unnið sé í samræmi við gildi Varðar og taka virkan þátt í stefnumótun og umbótastarfi innan fyrirtækisins. Um er að ræða nýjar stöður forstöðumanna og munu viðkomandi koma mikið að mótun starfs og verkefna. Forstöðumenn heyra undir framkvæmdastjóra viðkomandi sviðs.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 11. apr 2019

}