Forstöðumaður á sviði ráðgjafar og þjónustu

Forstöðumaður á sviði ráðgjafar og þjónustu ber ábyrgð á daglegum rekstri þeirra starfseininga sem snúa að þjónustu og sölu. Ábyrgðarsvið starfsins lýtur að þjónustu við einstaklinga, fyrirtækjaviðskiptum og sölu. Forstöðumaður ber ábyrgð á að stefnu félagsins sé framfylgt og að markmiðum sé náð. Forstöðumaður veitir teymum sviðsins leiðsögn og stuðning og er leiðandi í framþróun félagsins. Hann er lausnamiðaður, brennur fyrir þjónustu og árangur og hugsar út fyrir boxið.

Forstöðumenn fylgja því eftir að unnið sé í samræmi við gildi Varðar og taka virkan þátt í stefnumótun og umbótastarfi innan fyrirtækisins. Um er að ræða nýjar stöður forstöðumanna og munu viðkomandi koma mikið að mótun starfs og verkefna. Forstöðumenn heyra undir framkvæmdastjóra viðkomandi sviðs.

UMSÓKNARFRESTUR ER TIL 11. apr 2019

}