Stefna um einelti og áreitni

Einelti er síendurtekin hegðun sem almennt er til þess fallin að valda vanlíðan hjá þeim sem fyrir henni verður, svo sem að gera lítið úr, móðga, særa eða ógna viðkomandi eða að valda honum ótta. Háttsemin á sér stað í tiltekin tíma og hefur margs konar birtingarform. Skoðanaágreiningur eða ágreiningur vegna ólíkra hagsmuna fellur ekki hér undir. Hjá Verði er einelti talið óviðunandi í hvaða mynd sem það birtist. Við viljum vera virk í því að hindra einelti og bregðast skjótt við ef það á sér stað.

Áreitni er hvers kyns ósanngjörn og/eða móðgandi hegðun, sem tengist kyni þess sem fyrir henni verður, er í óþökk og hefur áhrif á sjálfsvirðingu þess sem fyrir henni verður og er haldið áfram þrátt fyrir að gefið sé skýrt í skyn að hegðunin sé óvelkomin. Áreitnin hefur margs konar birtingarform. Eitt tilvik getur talist kynbundin áreitni ef það er alvarlegt. Hjá Verði er áreitni talið óviðunandi í hvaða mynd sem það birtist. Við viljum vera virk í því að hindra áreitni og bregðast skjótt við ef það á sér stað.

Ofangreind stefnuyfirlýsing og viðbragðsáætlun í heild sinni lýsir vilja Varðar til að greina og hindra einelti/áreitni meðal starfsmanna fyrirtækisins eins og kostur er.