Starfsmannastefna

Starfsmannastefna

Það er viðhorf stjórnenda Varðar að það sé starfsfólkið, metnaður þess, kraftur, þekking, vilji og hollusta sem er lykillinn að farsælum rekstri félagsins. 

Samkeppnishæfni fyrirtækisins byggist á metnaðarfullu starfsfólki sem sýnir snerpu, frumkvæði og heilindi, nýtur sjálfstæðis í starfi og veitir viðskiptavinum ábyggilega og lipra þjónustu með einfaldleika að leiðarljósi. Áhersla er lögð á starfsánægju, jafnrétti, gott starfsumhverfi, markvissa fræðslu og þjálfun og ekki hvað síst skemmtilegan vinnustað þar sem starfsmenn taka tillit til hvers annars og eru upplýsandi í hvívetna. Það er stefna fyrirtækisins að starfsfólk vaxi og þróist í störfum sínum.

RÁÐNINGAR

Fagleg og kerfisbundin vinnubrögð eru í fyrirrúmi við ráðningar hjá fyrirtækinu en Vörður leggur áherslu á að fá til liðs við sig öflugt, traust, metnaðarfullt og áreiðanlegt starfsfólk með fjölbreyttan bakgrunn og góða menntun. Við ráðningar er horft til menntunar, þekkingar, reynslu og hæfni en ekki síður til persónueinkenna því starfsmenn fyrirtækisins þurfa að vinna að þeim gildum sem áður hafa verið nefnd og falla að þeirri fyrirtækjamenningu sem hjá félaginu ríkir. Í ráðningarferlinu er gætt jafnræðis og unnið eftir jafnréttisstefnu fyrirtækisins. Laus störf eru auglýst innanhúss og starfsfólki gefinn kostur á að sækja um þau.

NÝLIÐAMÓTTAKA

Áhersla er lögð á það hjá Verði að bjóða nýtt starfsfólk velkomið með öflugri nýliðamóttöku. Í henni felst fræðsla, þjálfun og kynning á helstu þáttum og starfsemi fyrirtækisins. Þannig er það markmið okkar að nýtt fólk nái að aðlagast vinnustaðnum með sem bestum hætti, geti látið að sér kveða og verði hluti af starfsmannahópnum sem allra fyrst og aðlagist auðveldlega.

STARFSKJÖR

Stefna Varðar er að starfskjör og aðbúnaður starfsfólks séu vel samkeppnishæf á markaði. Einstaklingar eru metnir á eigin forsendum og ákvarðanir um starfskjör taka m.a. mið af frammistöðu, eðli starfs, álagi og ábyrgð.

FRÆÐSLA, ÞJÁLFUN OG ÞEKKINGARMIÐLUN

Vörður leggur áherslu á viðeigandi þekkingu starfsfólks á hverjum tíma, menntun og getu. Mikilvægt er að starfsfólk sé vel upplýst, hæft og búi yfir sérþekkingu á faginu. Fyrirtækið fjárfestir í þekkingu starfsfólks, hvetur einstaklinga til að sækja sér þekkingu, býður uppá sérsniðin námskeið sem og námskeið almenns eðlis og stuðlar þannig bæði að starfsmiðaðri og einstaklingsmiðaðri þjálfun. Fyrirtækið vil stuðla að þekkingarstjórnun og koma þannig réttu þekkingunni til rétta fólksins á réttum tíma. Þekkingarmiðlun er einnig áhersluatriði en með henni er stuðlað að öflun, sköpun og miðlun þekkingar innan fyrirtækisins en rík áhersla er lögð á að starfsfólk miðli þekkingu sinni til samstarfsmanna.

STARFSANDI OG STARFSÁNÆGJA

Vörður leggur áherslu á góða líðan starfsfólks, jákvæðni, uppbyggjandi umhverfi og góðan starfsanda. Mikilvægt í þessu er að samskipti starfsfólks beri vott af virðingu, tillitsemi og kurteisi hvort sem er í orði eða riti. Allt starfsfólk fyrirtækisins ber ábyrgð á að byggja upp jákvæða fyrirtækjamenningu og skapa gott starfsumhverfi og um leið starfsánægju.

STARFSÞRÓUN

Það er stefna Varðar að starfsfólk vaxi og þróist í störfum sínum og að með þátttöku í endurmenntun, þjálfun og fræðslu auki það möguleika sína á því að styrkja og þróast í starfi og mögulega flytjast á milli starfa innan fyrirtækisins. Árleg snerpusamtöl eru vettvangur til að vinna að og ræða slík mál.

JAFNRÉTTI

Jafnréttisstefnu Varðar er ætlað að tryggja réttindi um jafna stöðu og rétt kvenna og karla innan félagsins óháð aldri, kyni, litarhætti, trúarbrögðum, skoðunum, þjóðerni, kynhneigð eða fötlun og tryggja að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Jafnréttisnefnd er starfandi innan félagsins en hún er skipuð þremur starfsmönnum. Hlutverk hennar er að fylgja eftir jafnréttisstefnunni og áætlun félagsins í þeim málum.

STARFSUMHVERFI, ÖRYGGI OG HEILSA.

Vörður leitast við að hafa starfsumhverfi, tæki og aðbúnað með bestum hætti á hverjum tíma og tryggja öryggi starfsfólks í vinnu. Vinnuverndarnefnd er starfrækt hjá fyrirtækinu. Stefna fyrirtækisins er að stuðla að heilsusamlegu líferni starfsfólks, bæði andlegu og líkamlegu. Bíður fyrirtækið starfsfólki upp á hádegismat og ávexti alla daga og niðurgreiðir kostnað starfsfólks vegna þessa. Fyrirtækið bíður árlega upp á bólusetningar og heilsufarsmælingar sem og aðgang að trúnaðarlækni vegna hvers kyns vandamála. Einnig styrkir fyrirtækið starfsfólk til líkamsræktar með fjárframlagi.

STARFSLOK

Almennt er miðað við að starfslok séu á því aldursári þegar starfsmaður verður 67 ára. Það er vilji fyrirtækisins að koma til móts við óskir starfsmanna um sveigjanleg starfslok td. með breyttu starfshlutfalli eða starfsskyldum síðustu misserin í starfi.

JAFNVÆGI VINNU OG EINKALÍFS

Vörður leggur áherslu á að starfsmenn geti samræmt starfsskyldur sínar annars vegar og ábyrgð gagnvart fjölskyldu hins vegar. Fyrirtækið miðar að því að hafa sveigjanleika á skipulagningu á vinnu og vinnutíma þannig að bæði sé tekið tillit til fjölskylduaðstæðna starfsmanna og þarfa fyrirtækisins SIÐAREGLUR

Siðareglum Varðar er ætlað að stuðla að góðu siðferði og auka skilning, ábyrgð og árangur í öllum samskiptum innan sem utan fyrirtækisins. Tilgangur siðareglna Varðar er að stuðla að heiðarleika, réttsýni og sanngirni í viðskiptum og efla traust viðskiptavina og almennings á Verði. Reglurnar brýna fyrir öllum starfsmönnum fyrirtækisins að stunda fagleg vinnubrögð og að forðast hverskyns hagsmunaárekstra og vafasama viðskiptahætti er rýrt geti álit fyrirtækisins. STARFSMANNASTEFNU FRAMFYLGT

Til að viðhalda virkri starfsmannastefnu notar Vörður hin ýmsu mælitæki til að fá upplýsingar um stöðu fyrirtækisins á þeim sviðum sem starfsmannastefnan tekur til. Þar má nefna starfslokasamtöl, mælingar á starfsmannaveltu og þjónustukannanir, vinnustaðagreiningar, snerpusamtöl og annað þess háttar. Með markvissum hætti er þannig stefnt að því að fá upplýsingar um hvernig starfsmannastefnunni er framfylgt og hversu virk hún er.