Jafnlaunastefna

Jafnlaunastefna Varðar trygginga hf. er órjúfanlegur hluti af launastefnu félagsins. Markmiðið með henni er að félagið tryggi að fyllsta jafnréttis á milli kynja sé gætt við launaákvarðanir. Starfsmenn verði metnir á eigin forsendum og konur og karlar fá jöfn laun ef um er að ræða sömu eða jafn verðmæt störf.

Félagið skuldbindur sig til að sinna stöðugu eftirliti með jafnlaunakerfinu og tryggja þannig að eftir því sé unnið. Brugðist er við og unnið að umbótum ef sýnt er fram á þörf fyrir því og að stefnu félagins hafi ekki verið fylgt.

Jafnlaunastefnu Varðar er ætlað að tryggja þau réttindi sem fram koma í 19.-22. grein laga nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla. Félagið skuldbindur sig ennfremur til að fylgja viðeigandi lagalegum kröfum og öðrum kröfum sem varða meginregluna um að konum og körlum skulu greidd jöfn laun fyrir sömu eða jafnverðmæt störf.

Félagið einsetur sér að fylgja þeim jafnlaunamarkmiðum sem sett hafa verið. Rýnifundir æðstu stjórnenda munu fara fram tvisvar á ári þar sem farið er yfir árangur jafnlaunakerfis. Þar skapast tækifæri til umbóta og breytinga ef þörf er á, kerfinu er viðahaldið og markmiðin og stefnan ítrekuð, endurskoðuð og bætt ef þörf þykir.

Guðmundur Jóhann Jónsson Forstjóri Varðar trygginga hf.