Tjónamatsfulltrúi fasteignatjóna

Við leitum að öflugum einstaklingi á tjónasvið!

Við leitum að drífandi og skemmtilegum einstaklingi í skoðanir og tjónamat á fasteignum. Um er að ræða spennandi starf í öflugu teymi innan tjónasviðs sem þjónustar viðskiptavini sem lenda í fasteignatjónum.

Helstu verkefni:

  • Þjónusta til viðskiptavina með fasteignatjón

  • Tjónamat og ákvörðun bótaskyldu

  • Kostnaðarmat og uppgjör tjóna

  • Umsjón og samskipti við verktaka

Hæfniskröfur:

  • Meistaragráða í iðngrein, byggingafræðimenntun eða sambærileg menntun er kostur en ekki skilyrði.

  • Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum

  • Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt

  • Jákvætt hugarfar og vilji til að vera hluti af samhentu teymi

Við bjóðum uppá frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan starfsanda.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Kristinn Þór Guðmundsson, teymisstjóri fasteignatjóna, [email protected]

Umsóknarfrestur er til og með 30.maí nk.