Lögfræðingur á tjónasviði

Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi til starfa í teymi lögfræðinga sem sinna lögfræðilegri ráðgjöf og úrvinnslu tjónamála.

Hefur þú áhuga á að ganga til liðs við öflugt fyrirtæki í miklum vexti sem býður upp á  besta mötuneyti landsins og útsýni á heimsmælikvarða? Við leitum að sjálfstæðum og skipulögðum einstaklingi til starfa í teymi lögfræðinga sem sinna lögfræðilegri ráðgjöf og úrvinnslu tjónamála. Starfið er í senn skemmtilegt, fjölbreytt og krefjandi og hvetjum við alla áhugasama einstaklinga til að sækja um.

Starfssvið:

 • Lögfræðileg ráðgjöf við úrlausn tjóna og bótamála.

 • Tjónauppgjör og mat á bótaskyldu ásamt almennri afgreiðslu og vinnslu tjóna.

 • Samskipti, þjónusta og stuðningur við viðskiptavini og aðra hagsmunaaðila.

 • Lögfræðilegar álitsgerðir, ráðgjöf og lögfræðilegur stuðningur við starfsfólk tjónaþjónustu.

 • Hagsmunagæsla gagnvart úrskurðarnefnd.

 • Önnur tilfallandi verkefni svo sem skilmálavinna og þátttaka í vöruþróun.

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Meistaranám á sviði lögfræði eða sambærileg menntun.

 • Framúrskarandi samskiptahæfni og jákvætt viðmót.

 • Frumkvæði og sjálfstæði í starfi.

 • Skipulögð og vandvirk vinnubrögð ásamt hæfni til að vinna undir álagi.

 • Gott vald á íslensku og ensku í töluðu og rituðu máli.

 • Æskilegt en þó ekki skilyrði að umsækjandi hafi lögmannsréttindi og reynslu af störfum við vátryggingar.

Vörður er ört stækkandi tryggingafélag sem vinnur náið með Arion banka. Félagið býður upp á nútímalegt vinnuumhverfi og byggir á umbótamenningu þar sem áhersla er lögð á framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur, samfélagslega ábyrgð, vellíðan og starfsánægju.

Nánari upplýsingar um starfið veitir Viktor Hrafn Hólmgeirsson, teymisstjóri lögfræði og sakarmats, [email protected] eða Hrefna Kristín Jónsdóttir, framkvæmdarstjóri tjónaþjónustu,[email protected]

Eingöngu er tekið á móti umsóknum hér og umsóknarfrestur er til 31. júlí nk.