Árs- og samfélagsskýrsla

Aðalfundir Varðar voru haldnir 9. mars 2022 og hér má finna fjárhagslegar og ófjárhagslegar upplýsingar í tengslum við ársuppgjör félagsins.

Ávarp forstjóra

Rekstur Varðar gekk afar vel á síðasta ári sem skýrist helst af góðri afkomu í fjárfestingarstarfsemi og bættri afkomu í tryggingarekstri. Samsett hlutfall er að lækka, eiginfjárhlutfallið að styrkjast og gjaldþolið að hækka. Allt skilar sér þetta í góðri arðsemi eigin fjár og sterkara félagi á markaði. Árið einkenndist af framþróun á flestum sviðum en á sama tíma af umbreytingu í starfseminni, sem gerð er til hagsbóta fyrir viðskiptavini en þeim fjölgaði mikið á árinu. Við erum á góðri vegferð og auðvitað stolt af árangrinum. Starfsfólk félagsins fær stórt hrós fyrir framúrskarandi gott starf.