Premium World kort - Arion banki

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Ferðatrygging Premium World korta?

Ferðatryggingin verndar korthafa fyrir fjárhagslegum skakkaföllum á ferðalögum. Í tryggingunni er innifalin ferðaslysatrygging sem tryggir vátryggða fyrir slysum á ferðalagi, sjúkratrygging, sjúkrahúsdagpeningar, ferðakostnaður annarra aðila, endurgreiðsla ferðar, ferðarofstrygging, farangurs- og innkaupatrygging, farangurstafatrygging, ferðatafatrygging, innkaupakaskótrygging, mannránstrygging, forfallatrygging og ábyrgðartrygging.