Vélatrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Vélatrygging?

Vélatrygging (vélbrotatrygging) tekur til tjóna sem geta orðið á vélum og búnaði vegna skyndilegra og ófyrirsjáanlegra bilana. Vélar, og búnaður, sem tilgreindar eru í vátryggingarbeiðni eru tryggðar.

Tryggingin bætir

Tjón vegna tilfallandi vinnsluóhappa, svo sem að vél eða búnaður er vanstillt, að hlífðarbúnaður bili eða reynist gallaður, að hlutir losni eða að aðskotahlutir komist í vélina.

Tjón þegar hlutir bresta vegna miðflóttakrafts.

Tjón vegna vatnsskorts í gufukötlum eða þrýstikerum.

Tjón vegna yfir- eða undirþrýstings.

Tjón vegna skammhlaups, of hárrar rafspennu eða of mikils rafstraums.

Tjón sem rekja má til veikleika eða galla í hönnun, efnis eða smíði og rangrar uppsetningar.

Tjón vegna rangrar notkunar, kunnáttuleysis, vanrækslu eða ásetnings starfsmanna, með fyrirvara um gáleysis og/eða ásetningsverknað.

Tjón vegna storms.

Óhöpp.

Tryggingin bætir ekki

Tjón er stafa af ryðmyndun, tæringu, rýrnun eða slits og á hvers konar vélarhlutum af völdum eðlilegrar notkunar eða annarra samfelldra áhrifa frá efnum eða andrúmslofti, óæskilegri uppsöfnun ryðs, leðju, ketilsteins eða annarra útfellinga.

Tjón er stafa af bilun vegna prófunar, vegna of mikils álags, af ásettu ráði, eða vegna tilrauna, sem fela í sér óeðlileg vinnsluskilyrði fyrir vélina.

Tjón af völdum eldsvoða, sprengingu, eldingu, hvort sem tjónið er beint eða óbeint slökkvistarfi.

Tjón eða skemmdir af völdum þjófnaðar eða innbrota.

Tjón eða skemmdir vegna ásetnings eða stórkostlegs gáleysis vátryggðs eða starfsmanna í ábyrgðarstöðu hjá honum, svo sem framkvæmdastjóra, verksmiðjustjóra, verkstjóra og vaktformanna, á því sviði sem vátrygging tekur til.

Hvers konar veikleika eða galla sem voru fyrir hendi við gildistöku tryggingarinnar og vátryggingartaka, hinum vátryggða eða stjórnendum þeirra, var kunnugt um eða mátti vera kunnugt um.

Tjón sem stafa af orsökum sem framleiðandi eða seljandi hinna vátryggðu hluta ber ábyrgð á samkvæmt lögum eða gerðum samningi.

Óbein eða afleidd tjón og skaðabótakröfu frá þriðja aðila.

Tjón á hvers konar tækjum sem ætlast er til að skipt sé um reglulega, svo sem borum, mulningstækjum, steypumótum, hnífum, sagarblöðum og slípisteinum.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum ber að sjá um að umbúnaður á vátryggingarstað sé í fyllsta samræmi við reglur í gildandi lögum og reglugerðum á hverjum tíma, eftir því sem við á.

Vátryggðum ber að fara eftir fyrirmælum eða athugasemdum frá opinberum eftirlitsstofnunum svo sem Brunamálastofnun og Löggildingarstofu.

Vátryggður skal gera allt sem eðlilegt getur talist til að halda hinum vátryggðu hlutum í góðu lagi, og sjá svo um að þeir verði ekki af ásettu ráði, eða af vana keyrðir með yfirálagi.

Vátryggður skal fylgja leiðbeiningum framleiðanda véla eða búnaðar varðandi notkun þeirra, eftirlit með þeim og viðhald, svo og lögum og reglugerðum ríkis og sveitarfélaga og öðrum bindandi reglum sem í gildi eru varðandi notkun og viðhald.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir um hina vátryggðu hluti á meðan þeir eru á þeim vátryggingarstað sem tilgreindur er í vátryggingarbeiðninni.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun, breytingar á tryggingunni eða við tjónstilkynningu.

Tilkynna um tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Veita Verði heimild til að skoða hið vátryggða og umbúnað þess þegar félagið óskar þess.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykktu tilboði og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.