Rafeindatækjatrygging

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á vátryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um vátryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt vátryggingarskírteini. 

Hvernig trygging er Rafeindatækjatrygging?

Rafeindatækjatrygging tekur til skyndilegra, óvæntra og sýnilegra tjóna sem verða á hinu vátryggða rafeindatæki.  

Tryggingin bætir

Tjón vegna sóts, sviðnunar eða bráðnunar.

Tjón af völdum skammhlaups eða bilana í veitukerfi rafveitu.

Tjón af völdum óveðurs.

Skemmdarverk sem valdið er af ásetningi, þó ekki af vátryggingartaka eða starfsmönnum í ábyrgðarstöðu hjá honum

Tjón sem verða vegna ógætilegrar meðferðar starfsmanna vátryggðs eða viðskiptavina.

Tjón sem verður á rafeindatæki í flutningi innanhúss og milli staða innan sama fyrirtækis en þó ekki ef flutningsaðili ber ábyrgð á tjóninu eftir lögum eða samningi.

Tjón sem orsakast af vatni eða vökva sem hellist niður eða lekur á rafeindatækið.

Tryggingin bætir ekki

Tjón sem ábyrgð seljanda eða framleiðanda nær til.

Tjón vegna ónógs viðhalds, rýrnunar, tæringar, slits, ryðs eða annarra umhverfisáhrifa á lengri tíma.

Tjón vegna galla eða rangrar samsetningar.

Tjón sem verða vegna þess að meira er lagt á tæki en þau þola eða þau eru ekki notuð eins og til er ætlast eða gerð þeirra leyfir.

Tjón vegna breytinga sem eru gerðar á tækjum sem eru ekki í samræmi við fyrirmæli seljenda svo og notkun varahluta sem ekki eru viðurkenndir af seljanda.

Tjón sem verða vegna innri bilana.

Óbein né afleidd tjón.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Vátryggðum ber að fylgja varúðarreglum Varðar.

Vátryggðum er skylt að halda vátryggðum hlutum vel við og fylgja leiðbeiningum og notkunarreglum frá seljanda.

Vátryggðum ber að sjá um að allur umbúnaður á vátryggingarstað sé í fyllsta samræmi við fyrirmæli í gildandi lögum og reglugerðum, allt eftir því sem á við á hverjum stað.

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin gildir aðeins um rafeindatæki sem tilgreind eru á vátryggingarskírteini og á þeim stað sem þar er tilgreindur.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.

Tilkynna tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst vátryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Vátryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykktu tilboði og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á vátryggingartímabilinu.