Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á skírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um tryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt skírteini.
Kaskótrygging ferðavagna bætir tjón á tryggðum ferðavagni, eðlilegum fylgihlutum hans og lausafé sem eru í vagninum að staðaldri vegna skyndilegra og óvæntra utanaðkomandi atvika. Hugtakið ferðavagn nær utan um hjólhýsi, fellihýsi, tjaldvagna og ferðapallhýsi (e. camper). Hægt er að tryggja fortjöld og markísur, en þá er það tilgreint á skírteini með skráðu verðmæti.
Tjón á tryggðum ferðavagni vegna skyndilegra og óvæntra utanaðkomandi atvika sem ekki eru sérstaklega undanskilin eða takmörkuð í skilmála.
Tjón vegna eldsvoða eða sprengingar sem stafar af eldsvoða. Það telst ekki eldsvoði ef eldur verður ekki laus.
Tjón vegna þjófnaðar eða tilraunar til þjófnaðar og skemmdarverka.
Tjón vegna veðurs, ef ferðavagn fýkur eða hurðir fjúka upp.
Tjón af völdum aur- eða vatnsflóða, skriðufalla, snjóflóða, verkfallsaðgerða eða uppþota.
Tjón sem verður rakið til hvers konar gælu- eða meindýra.
Tjón sem kemur til ef sandur, möl, aska, vikur eða önnur laus jarðefni fjúka á ferðavagn.
Tjón sem kemur til vegna steinkasts af vegi eða frá ökutæki. Þó bætast skemmdir ef steinkast veldur rofi á harðskel ferðavagns, broti á rúðum eða skemmdum á ljósabúnaði.
Ákomur á undirvagni, dekkjum eða felgum ferðavagns sem rýra ekki notagildi, jafnvel þótt ábyrgð framleiðanda falli niður við ákomu.
Þjófnað á einstökum hlutum ferðavagns.
Tjón vegna hristings eða titrings við akstur.
Tjón á undirvagni sem rekja má til aksturs á landsvegum, stofnvegum um hálendið, slóðum eða utan vega, sem og tjón sem verða við akstur yfir óbrúaðar ár, vötn eða læki.
Tjón sem rekja má til aksturs á svæðum eða vegum sem opinberir aðilar hafa varað við akstri.
Ferðavagn skal vera tryggilega læstur þegar farið er frá honum og rúðum eða sóllúgum lokað.
Ekki skal aka með ferðavagninn ef stöðugur vindhraði hefur náð 20 m/sek.
Á tímabilinu 1. október til 1. maí ber að ganga frá vagni þannig að hann sé í góðu skjóli frá vindi og tryggilega festur niður sé hann er staðsettur utandyra.
Eftir óveður skal svo fljótt sem kostur er kanna hvort tjón hafi orðið á vagni.
Tryggður skal sjá um að öryggisbúnaður ferðavagns og ökutækis sem hann dregur sé í lagi og viðeigandi miðað við aðstæður.
Tryggðum ber í kjölfar bótaskylds atburðar að grípa til viðeigandi ráðstafanna til að takmarka tjónið, svo sem með því að færa ferðavagn til skoðunar fagfólks eða færa á öruggan stað.
Tryggingin gildir á Íslandi. Enn fremur gildir tryggingin í aðildarríkjum Evrópska efnahagssvæðisins, Bretlandi og Sviss í allt að 90 daga frá brottfarardegi ferðavagns frá Íslandi. Tryggingin gildir jafnframt fyrir ferðavagn í flutningi milli landa með fyrsta flokks flutningaskipi, enda sé um árstryggingu að ræða.
Sé ferðavagn notaður í atvinnuskyni, t.d. útleigu, veitingasölu o.s.frv. skal tilkynna félaginu þá áhættu tafarlaust.
Þegar tjón hefur orðið er tryggðum skylt að tilkynna Verði það án tafar, auk þess sem hann skal tilkynna það lögreglunni ef um ólögmætt athæfi er að ræða.
Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.
Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.
Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu.