Skaðsemisábyrgð

Upplýsingaskjal þetta tilgreinir einungis helstu atriði tryggingarinnar, s.s. hvað er innifalið og hvað ekki. Ekki er um að ræða tæmandi upptalningu né persónulegt yfirlit yfir tryggingar sem viðskiptavinir velja. Upplýsingaskjalið hefur ekki lagalega þýðingu og gegnir eingöngu þeim tilgangi að upplýsa viðskiptavini um helstu þætti tryggingarinnar. Tryggingayfirlit og nákvæmar upplýsingar um samningsskilmála sem gilda eru aðgengilegar á tryggingarskírteini tryggingarinnar sem hægt er að nálgast á Mínum síðum Varðar. Skilmálar tryggingarinnar hafa að geyma tæmandi upplýsingar um tryggingarverndina og eru hluti af samningi aðila ásamt tryggingarskírteini.

Hvernig trygging er skaðsemisábyrgð?

Skaðsemisábyrgð er trygging fyrir fyrirtæki og rekstraraðila sem framleiða og dreifa vörum. Tryggingin tekur mið af skaðsemisábyrgð sem fellur á þann sem tryggður er vegna líkamstjóns eða skemmda á munum.

Tryggingin bætir

Skaðabótaábyrgð vegna líkamstjóns eða skemmda á munum af völdum ágalla vöru.

Skaðabótaábyrgð vegna skemmda á munum af völdum íblöndunar vöru.

Tryggingin bætir ekki

Skemmdir á vörunni sjálfri.

Tjón, útgjöld eða kostnað við að tryggður tekur söluvöru aftur, býr til eða afgreiðir nýja vöru, gerir við, eyðileggur eða flytur á brott vöru eða gerir þess háttar ráðstafanir vegna galla á hinu selda.

Rekstrartap, afnotamissir eða annað óbeint tjón.

Tjón af völdu söluvöru sem notuð er við rekstur ökutækja eða loftfara og á annað hvort þátt í eða veldur hættur á umferðarslysi eða flugslysi

Fjártjón sem ótengt er bótaskyldu líkamstjóni eða eignaskemmdum.

Sektir önnur refsiviðurlög.

Tjón sem rakin eru til mengunar en bótaskylda getur skapast vegna skyndilegs atburðar.

Tjón sem rekja má til gallaðrar vöru sem hefur verið seld eða afhent eftir að sala á henni hefur verið bönnuð.

Tjón af völdum hryðjuverka.

Tjón af völdum hvers konar líffræðilegra eða efnafræðilegra áhrifa og / eða eitrunar, þ.m.t. sýkla og veira.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: efninu asbest eða inniheldur asbest.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: hvers kyns áhrifum tímaskráningar á starfsemi búnaðar og kerfa.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: umsjón eða ráðgjafar um áhrif tímaskráningar á starfsemi búnaðar og kerfa.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: heilsuvandamálum sem rekja má til tóbaks, nikótíns eða viðbótarvörur við tóbak.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: bóluefnum, lyfjum eða getnaðarvörum.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: lækningabúnaði, silikon vörum og íhlutum í líkama (medical implants).

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: efnavörum.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: sýkingum frá dýrum.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: sprengiefnum, flugeldum gasi og rokgjörnum bensínafurðum.

Tjón sem beint eða óbeint að öllu leiti eða hluta stafar af: steinsteypu eða sementsblönduðum efnum.

Eru einhverjar takmarkanir eða varúðarreglur?

Tryggðum ber að: - fylgja opinberum reglum og fyrirmælum um efnablandanir. - gefa réttar en ekki villandi upplýsingar um eiginleika eða notkun vöru sem hann selur eða lætur á annan hátt af hendi t.d. í sölu- eða leiðbeiningabæklingum. - tryggja að vörur sem hann selur eða lætur á annan hátt af hendi fari í lögboðið gæðaeftirlit áður en þær fara á markað og gera sjálfur þær prófanir og greiningar sem hið opinbera fyrirskipar. - setja ekki á markað söluvöru sem hann veit eða mátti vita að haldin væri skaðlegum eiginleikum. Geti framleidd söluvara myndað hættulega eiginleika eftir geymslu í tiltekin tíma verða að vera greinilegar merkingar um síðasta neysludag á umbúðum. Tryggðum og þeim sem samsamast honum ber að fara eftir þeim varúðarreglum sem félagið setur í þessum skilmála eða á skírteini. Misbrestur á því getur leitt til skerðingar eða brottfalls bótaábyrgðar skv. 26. gr. vsl

Hvar gildir tryggingin?

Tryggingin tekur aðeins til tjóns sem verður á Íslandi.

Tryggingin tekur einnig til tjóns sem verður utan Íslands sé þeirra getið á skírteini og greitt hafi verið fyrir þá áhættu.

Hverjar eru helstu skyldur þess tryggða?

Svara öllum spurningum Varðar vegna áhættumats rétt og af heiðarleika.

Veita allar nauðsynlegar upplýsingar, hvort sem er við endurnýjun eða breytingar á tryggingunni.

Tilkynna tjón við fyrsta hentugleika og eigi síðar en innan árs frá tjónsatburði.

Reyna að afstýra tjóni eða lágmarka það. Tryggðum ber að hlíta fyrirmælum félagins sem beinast að því að takmarka tjónið.

Breyting á starfi tryggingataka/tryggðs skal tilkynna félaginu án tafar.

Hvenær og hvernig er greitt fyrir trygginguna?

Iðgjöld tryggingarinnar ber að greiða á gjalddaga. Við endurnýjun hækkar ársiðgjaldið í samræmi við breytingu á vísitölu frá grunnvísitölu samnings. Vörður sendir kröfur mánaðarlega í heimabanka eða árlega ef óskað er eftir því að greiða iðgjöld í einu lagi. Hægt er að breyta greiðslumáta á Mínum síðum Varðar. Þar er einnig hægt að velja að greiða iðgjöld með kreditkorti.

Hvenær hefst tryggingarverndin og hvernig lýkur henni?

Tryggingarsamningar gilda almennt í 12 mánuði frá samþykkt tilboðs og útgáfu tryggingar og miðast iðgjöld við ársiðgjald. Sé tryggingu ekki sagt upp á því tímabili framlengist hún sjálfkrafa.

Hvernig er tryggingunni sagt upp?

Hægt er að segja tryggingunni upp hvenær sem er á tryggingartímabilinu.