Hlauptu náttúrulega betur

Í sumar býður Vörður öllum sem hafa áhuga að kynna sér náttúruhlaup, hvað þau geta gefið fólki, hvernig þau eru frábrugðin götuhlaupum og hvað þarf að hafa í huga þegar byrjað er að hlaupa í náttúrunni. Náttúruhlaup henta vel fyrir alla, byrjendur jafnt sem lengra komna. Við höfum fengið Birki Má Kristinsson frá Náttúruhlaupum í lið með okkur til að fræða okkur um hvernig best er að stíga upp úr sófanum og byrja að hreyfa sig. Fylgstu með næstu viðburðum á Facebook síðu Varðar.

Stattu vörð um heilsuna

Vörður vill stuðla að hollri hreyfingu og heilbrigðu líferni enda er góð næring og dagleg hreyfing nauðsynleg undirstaða heilbrigðis lífs. Regluleg hreyfing hefur margþættan ávinning fyrir heilsuna, hún minnkar líkur á sjúkdómum, eykur lífsgæði og lengir líf okkar. Að hreyfa sig er samfélagsleg ábyrgð í verki og með þátttöku styðja viðskiptavinir og Vörður saman við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna númer þrjú um heilsu og vellíðan.

Tryggingar fyrir hlaupara

Þeir sem stunda hvers konar hlaup sem almenningsíþrótt eins og götuhlaup, langhlaup eða náttúruhlaup eru vel tryggðir í Heimilisvernd 2, 3 og 4 þar sem slysatrygging í frítíma er innifalin. Hún nær þó ekki til þeirra sem æfa og keppa undir leiðsögn þjálfara á vegum félaga og samtaka í þeim tilgangi að stunda íþróttakeppnir. Afreksfólk ætti því að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu. Við höfum tekið saman algengar spurningar og svör um tryggingar fyrir hlaupara.

Spurt og svarað

accordion-image

Er ég tryggður þegar ég fer út að hlaupa?

Þeir sem stunda hvers konar hlaup sem almenningsíþrótt eru flestir tryggðir hafi þeir slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.


accordion-image

Er ég tryggður ef ég er að fara að hlaupa í keppni?

Slysatrygging í frítíma, sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir þá sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða utanvega-, víðavangs- eða götuhlaup þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu enda sé um áhugamennsku að ræða. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu.


accordion-image

Er ég tryggður við hlaup á fjöllum?

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir við hlaup á fjöllum, nema fyrir ofan 4.000 metra.


accordion-image

Er ég tryggður ef ég er að hlaupa í útlöndum.

Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og eru hlaupara því tryggðir erlendis.