Við leitum að drífandi og skemmtilegum einstaklingi til að ganga til liðs við öflugt teymi okkar á tjónasviði. Sem tjónafulltrúi fasteignatjóna munt þú gegna lykilhlutverki í að aðstoða viðskiptavini okkar sem hafa orðið fyrir fasteignatjónum. Þú munt sjá um mat á tjónum, koma að ákvörðun bótaskyldu og uppgjöri tjóna, auk þess að hafa umsjón með samskiptum við verktaka.
Markmið okkar er að veita framúrskarandi þjónustu og tryggja skjót og faglega úrlausn mála fyrir viðskiptavini okkar.
Helstu verkefni og ábyrgð
Þjónusta viðskiptavini Varðar sem lenda í fasteignatjónum
Tjónamat og ákvörðun bótaskyldu
Kostnaðarmat og uppgjör tjóna
Umsjón og samskipti við verktaka
Önnur tilfallandi verkefni s.s. þátttaka í ýmsum umbótaverkefnum
Hæfniskröfur
Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Skipulögð vinnubrögð og geta til að vinna sjálfstætt og undir álagi
Jákvætt hugarfar og vilji til að vera hluti af samhentu teymi
Reynsla af störfum í þjónustu og störfum innan trygginga er kostur
Gott vald á rituðu máli, bæði ensku og íslensku
Menntun eða reynsla sem nýtist í starfi
Fríðindi í starfi
Við bjóðum upp á frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan starfsanda.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Jóhannes Karl Kárason, teymisstjóri fasteignatjóna, [email protected] og Hreinn Ingi Örnólfsson, mannauðsráðgjafi, [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2025.
Fullum trúnaði er heitið og umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Ráðningarferli geta tekið misjafnlega langan tíma. Við leggjum okkur fram um að svara öllum umsóknum um leið og ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.