Við leitum að drífandi og skemmtilegum einstaklingi í stjórnendateymi tjónaþjónustunnar. Um er að ræða spennandi starf sem felst í því að stýra nýju og sameinuðu teymi þeirra sem þjónusta viðskiptavini sem lenda í ökutækjatjónum. Viðkomandi mun heyra undir forstöðumann eignatjóna og vera hluti af öflugu stjórnendateymi Varðar. Í tjónaþjónustu Varðar starfar öflugur hópur fólks með breiðan bakgrunn og þekkingu og hefur það megin markmið að þjónusta viðskiptavini sem lenda í tjónum á framúrskarandi hátt.
Helstu verkefni:
Dagleg stjórnun og skipulag teymis
Þjónusta til viðskiptavina
Tjónamat og ákvörðun bótaskyldu ásamt kostnaðarmati og uppgjöri
Umsjón, samningagerð og samskipti við verkstæði
Gerð verkferla og tryggir skilvirkni í vinnslu
Yfirumsjón með umbótaverkefnum teymisins, drífur þau áfram og ryður hindrunum úr vegi
Þátttaka í stefnumótandi verkefnum
Hæfniskröfur:
Leiðtogahæfni, jákvæðni og drifkraftur
Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð, frumkvæði og gagnrýnin hugsun
Framúrskarandi þjónustulund og hæfni í mannlegum samskiptum
Jákvætt hugarfar og vilji til að vera hluti af samhentu teymi
Reynsla af störfum í þjónustu, stjórnun mannauðs og störfum innan trygginga er æskileg
Menntun sem nýtist í starfi
Við bjóðum uppá frábæra vinnuaðstöðu í höfuðstöðvum okkar í Borgartúni. Þar má finna mötuneyti í heimsklassa, líkamsræktarsal í húsinu, öflugt starfsmannafélag og skemmtilegan og góðan starfsanda.
Nánari upplýsingar um starfið veita Hrönn Vilhjálmsdóttir, forstöðumaður eignatjóna, netfang [email protected] og Thelma Lind Steingrímsdóttir, mannauðsráðgjafi, netfang [email protected].
Umsóknarfrestur er til og með 26. janúar nk.