Tekjuvernd

Tekjuvernd er þarfagreining sem aðstoðar þig að sjá hvernig þú stendur komi til launamissis vegna sjúkdóma, örorku, andláts eða við starfslok. Ráðgjöfin tekur líka mið af núverandi réttindum í lífeyrissjóðum, stéttarfélögum og almannatryggingum.

Áhættumat

Við umsókn á líf- og heilsutryggingum þarf umsækjandi að fylla út beiðni þar sem hann svarar spurningum er varða heilsufar hans fyrr og nú, fjölskyldusögu, atvinnu og séráhættu.