Við leitum að sjálfstæðum, jákvæðum, skemmtilegum og kraftmiklum einstaklingum sem hafa áhuga á spennandi sumarstörfum hjá Verði. Áhersla er lögð á framúrskarandi þjónustu svo við leggjum mikið upp úr þjónustulund, frumkvæði í starfi og afburða samskiptahæfni. Sumarstörfin eru fjölbreytt en fela meðal annars í sér þjónustu og samskipti við viðskiptavini okkar innan tjónaþjónustu en einnig í gagnavinnslu og greiningum og ýmsum öðrum spennandi umbótaverkefnum. Hjá Verði starfar öflugur hópur fólks með fjölbreyttan bakgrunn og menntun s.s. verkfræði, hagfræði, hjúkrunarfræði, lögfræði, viðskiptafræði og ýmiss konar iðnmenntun s.s bifvélavirkjun og húsasmíði.
Menntunar- og hæfniskröfur
Framúrskarandi þjónustulund og góðir samskiptahæfileikar
Reynsla af þjónustustörfum er æskileg
Góð tölvukunnátta
Sjálfstæð vinnubrögð
Stúdentspróf
Umsóknarfrestur er til og með 28. febrúar 2025. Unnið er úr umsóknum jafnóðum svo við hvetjum áhugasöm til að sækja um sem fyrst. Öllum umsóknum verður svarað. Nánari upplýsingar veita mannauðsráðgjafar okkar í gegnum netfangið [email protected]
Ráðningarferli geta tekið misjafnlega langan tíma. Við leggjum okkur fram um að svara öllum umsóknum um leið og ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Farið er með allar umsóknir sem trúnaðarmál.
Vörður er ört stækkandi tryggingafélag með höfuðstöðvar sínar í Arion banka. Hlutverk Arion samstæðunnar er að vinna að markmiðum viðskiptavina, eigenda, starfsfólks og samfélagsins alls. Við bjóðum snjallar og traustar fjármálalausnir sem skapa viðskiptavinum, hluthöfum og samfélaginu öllu verðmæti til framtíðar. Starfsfólk samstæðunnar er fjölbreyttur hópur fólks sem á það sameiginlegt að hafa metnað fyrir störfum sínum. Við leggjum okkur fram við að byggja upp vinnustað þar sem kunnátta, þekking og færni fær að njóta sín og starfsánægja er mikil. Við virðum mannréttindi og jafnrétti í allri okkar starfsemi og leggjum kapp á að starfa í sátt við samfélagið og umhverfið. Þinn árangur er það sem við stefnum að.