Tryggingar og hjól

Hér höfum við tekið saman helstu upplýsingar sem snúa að tryggingum fyrir hjólreiðafólk.

Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.

Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  Þarf ég tryggingu ef ég fer út að hjóla?

  Þau sem stunda hvers konar hjólreiðar sem almenningsíþrótt eru flest tryggð hafi þau slysatryggingu í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4. Afreksfólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega með Almennri slysatryggingu og óska eftir sérstakri áritun þar sem fram kemur að tryggingin nái yfir slys sem eiga sér stað í keppni eða til undirbúnings fyrir keppni.

  Þarf ég tryggingu ef ég hjóla á fjöllum?

  Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir þegar hjólað er á fjöllum, þó ekki í fjallahjólakeppni.

  Þarf ég tryggingu ef ég tek þátt í hjólreiðakeppni?

  Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir þau sem eru að keppa eða æfa fyrir keppni ef um er að ræða götuhjólakeppni þar sem almenningi gefst kostur á þátttöku án skilyrða um lágmarksfærni eða getu, enda sé um áhugamennsku að ræða. Afreksíþróttafólk ætti að huga vel að vernd sinni og tryggja sig sérstaklega.

  Þarf ég tryggingu ef ég hjóla í útlöndum?

  Slysatrygging í frítíma sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir hvar sem er í heiminum og er hjólreiðafólk því tryggt erlendis.

  Ef hjólinu mínu er stolið fæ ég það bætt?

  Ef hjóli er stolið úr læstri íbúð eða bifreið greiðast bætur úr innbústryggingu sem fylgir Heimilisvernd. Hámarksbætur eru 1-2% af tryggingarfjárhæð innbús, allt eftir því í hvaða flokki Heimilisverndin er 1, 2, 3 eða 4. Við mælum alltaf með því að tryggja dýrari hjól sérstaklega með Hjólatryggingu en hún innifelur jafnframt víðtækari þjófnaðartryggingu.

  Hjólatrygging bætir þjófnað á læstu hjóli sem geymt er í læstri geymslu eða öðrum húsakynnum og ef það er geymt utandyra. Þjófnaður á hjóli erlendis fellur undir farangurstryggingu sem er hluti af Heimilisvernd 2, 3 og 4.

  Er ég tryggður fyrir því ef ég veld öðrum tjóni þegar ég hjóla?

  Ábyrgðartrygging einstaklings sem fylgir Heimilisvernd 2, 3 og 4 gildir fyrir tjón sem þú veldur öðrum með skaðabótaskyldum hætti, með vissum takmörkunum. Hjólatrygging inniheldur einnig ábyrgðartryggingu sem tekur til tjóna sem þú veldur öðrum.

  Hvenær þarf ég að tryggja hjólið mitt sérstaklega?

  Það er matsatriði, en eftir því sem hjól er verðmætara því mikilvægara er að tryggja það sérstaklega með hjólatryggingu.

  Er ég tryggður ef hjólið mitt verður fyrir skemmdum?

  Hjólatrygging bætir tjón á hjóli af völdum skyndilegra og óvæntra óhappa í flutningi, notkun eða geymslu á vátryggingartímabilinu. Skemmdir á reiðhjóli kunna einnig að falla undir innbústryggingu eða innbúskaskó, en þær eru hluti af Heimilisvernd 1, 2, 3 og 4. Hámarksbótafjárhæð er í Heimilisvernd og því þurfa einstaklingar að tryggja dýr hjól sérstaklega með Hjólatryggingu.