Persónuvernd

Það skiptir okkur máli að fyllsta öryggis sé gætt við meðhöndlun persónuupplýsinga sem þú veitir okkur.

Vörður hefur sett sér persónuverndarstefnu með vísan til gildandi laga um persónuvernd. Persónuverndarstefnunni er ætlað að upplýsa viðskiptavini okkar um meðferð og meðhöndlun persónuupplýsinga hjá Verði. Persónuverndarstefnan nær til tveggja félaga sem mynda samstæðuna Vörð en það eru Vörður tryggingar hf. og Vörður líftryggingar hf. Þegar talað er um „Vörð“ í stefnunni er átt við samstæðuna Vörð tryggingar hf. og þegar talað er um „okkur“ eða „við“ þá er jafnframt átt við Vörð. Persónuupplýsingar í skilningi stefnu þessarar eru hvers kyns upplýsingar um persónugreindan eða persónugreinanlegan einstakling, þ.e. upplýsingar sem hægt er að rekja beint eða óbeint til ákveðins einstaklings.

Þú getur nálgast persónuverndarstefnuna í heild sinni hér fyrir neðan.

accordion-image

Meginreglur Varðar um meðhöndlun persónuupplýsinga

Samantekt

 • Við höfum það að leiðarljósi að gæta öryggis þeirra persónuupplýsinga sem við vinnum með.

 • Persónuupplýsingar eru unnar samkvæmt lögum og í lögmætum, öruggum og gagnsæjum tilgangi.

Þegar við söfnum persónuupplýsingum um þig vegna samningssambands okkar, höfum við það að leiðarljósi að gæta öryggis þeirra og meðhöndla á grundvelli meginreglna. Okkar meginreglur varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga eru eftirfarandi: 

 • Persónuupplýsingar þínar eru meðhöndlaðar í samræmi við ákvæði laga í ákveðnum tilgangi og vinnsla þeirra byggir á heimildum til vinnslu.

 • Persónuupplýsingarnar þínar eru aðeins unnar í lögmætum, öruggum og gagnsæjum tilgangi.

 • Persónuupplýsingar sem þú veitir okkur og við söfnum eru aðeins notaðar á grundvelli upphaflegs tilgangs og ekki í öðrum og ósamræmanlegum tilgangi.

 • Við tryggjum að persónuupplýsingar sem þú veitir okkar séu réttar og uppfærðar þegar við á.

 • Við tryggjum að persónuupplýsingar þínar séu ekki geymdar lengur en lögmætur tilgangur er til.

 • Við tryggjum að persónuupplýsingarnar þínar séu geymdar örugglega í kerfum okkar og eingöngu aðgengilegar þeim sem þurfa á þeim að halda.

 • Persónuupplýsingum þínum er eingöngu miðlað til þriðja aðila sem hefur staðfest að meðhöndla upplýsingarnar í samræmi við kröfur okkar um meðhöndlun persónuupplýsinga.

 • Við erum meðvituð um réttindi þín samkvæmt persónuverndarlögum og höfum útbúið ferla sem tryggja þann rétt.

 • Við munum aldrei selja persónuupplýsingarnar þínar.

accordion-image

Hvaða persónuupplýsingum söfnum við og af hverju erum við að safna þeim?

Samantekt

 • Til að geta boðið tryggingar sem henta þér og þinni fjölskyldu, þurfum við að fá frá þér ýmsar grunnupplýsingar.

 • Við öflum persónuupplýsinga um þig á grundvelli samnings við þig,  á grundvelli lagaheimildar eða með sérstöku samþykki þínu, sem þú getur ávallt afturkallað.

 • Í ákveðnum tilfellum fáum við upplýsingar um þig frá þriðja aðila.

Til að geta boðið þér tryggingar sem henta þér, þurfum við grunnupplýsingar frá þér. Persónuupplýsingar þínar geta hjálpað okkur við að veita þér betri og persónulegri þjónustu. Við gerum okkur grein fyrir því að með því að safna þessum upplýsingum og geyma hvílir á okkur mikil ábyrgð sem við tökum alvarlega. Við leggjum okkur fram við að tryggja að upplýsingarnar séu meðhöndlaðar á öruggan hátt, að farið sé með þær sem trúnaðarmál og þær aldrei seldar eða þeim miðlað til óviðkomandi aðila. 

Upplýsingar sem þú veitir okkur á grundvelli samninga sem við gerum við þig

Til að við getum fundið hvaða tryggingar henta þér og eftir atvikum þinni fjölskyldu best, þurfum við að fá ýmsar upplýsingar um þig. Um er að ræða grunnupplýsingar á borð við nafn, kennitölu, netfang, símanúmer, bankaupplýsingar, upplýsingar um fastanúmer fasteigna, bílnúmer og aðrar almennar upplýsingar. Í sumum tilfellum þurfum við mun ítarlegri upplýsingar t.d. þegar teknar eru slysa-og örorkutryggingar eða líf-og sjúkdómatryggingar. Þá þurfum við að fá svör við spurningum er varða heilsufar þitt og í einhverjum tilfellum, læknisfræðileg gögn til að meta heilsu þína og gera þér tilboð, byggt á þínum högum. Ef tjón verður þurfum við að kalla eftir ýmsum upplýsingum um þig ásamt upplýsingum um tjónið s.s. úr lögregluskýrslum og tjónamatsskýrslum. Í tilfelli heilsutrygginga og ábyrgðartrygginga þurfum við að fá upplýsingar um heilsufar þitt og ýmsar læknisfræðilegar upplýsingar til þess að tryggja rétta meðhöndlun bótakröfu þinnar og til að staðfesta tjónið. Án þessara upplýsinga getum við ekki metið bótakröfu þína. 

Upplýsingar sem þú veitir okkur með samþykki þínu

Við erum alltaf að vinna með persónuupplýsingar þínar á grundvelli samnings eða lagaheimildar en getum þurft á sérstöku samþykki að halda við ákveðnar aðstæður.  Þú getur alltaf afturkallað slíkt samþykki. Mikilvægt er að þú gerir þér grein fyrir að afturköllun á samþykki getur þýtt forsendubrest fyrir þá þjónustu sem við veitum og í einhverjum tilfellum getur verið um forsendubrest fyrir áframhaldandi samningi við okkur.

Upplýsingar sem aðrir veita okkur um þig

Í ákveðnum tryggingarbeiðnum, s.s. líf-og sjúkdómatryggingabeiðnum þarf að gefa upplýsingar um aðra einstaklinga. Jafnframt getur verið nauðsynlegt að sækja upplýsingar um þig frá öðrum aðilum til að uppfylla samnings- eða lagaskyldur. Hér að neðan má finna yfirlit yfir helstu aðila sem veita okkur upplýsingar um þig:

 • Fjölskyldumeðlimir á tryggingarbeiðnum vegna heilsutrygginga.

 • Heilbrigðisstofnanir sem staðfesta heilsufar sem þú hefur veitt okkur upplýsingar um.

 • Þjóðskrá og aðrar sambærilegar stofnanir, til að nálgast og fá staðfest, breytt heimilisfang, hjúskaparstöðu og fleira.

 • Tjónagrunnur til að koma í veg fyrir tryggingasvik.

 • Eftirlitsstofnanir s.s Fjármálaeftirlitið, Persónuvernd, Samkeppniseftirlitið eða skattayfirvöld.

 • Fjármálafyrirtæki, milliinnheimtufyrirtæki og fyrirtæki eins og Creditinfo. 

 • Lögregla vegna tjónstilkynninga.

 • Lögmenn, dómstólar eða úrskurðarnefndir vegna ágreiningsmála.

 • Þriðji aðili vegna tjónstilkynningar.

accordion-image

Hvernig notum við upplýsingarnar?

Samantekt

 • Upplýsingar sem þú veitir okkur eru fyrst og fremst notaðar til að tryggja nauðsynlega þjónustu á grundvelli samningssambands okkar en eru einnig dýrmætar til að tryggja stöðuga framþróun á vörum okkar og þjónustu.

 • Við söfunum einungis upplýsingum sem eru nauðsynlegar starfsemi okkar.

Við erum alltaf að reyna að bæta þjónustu okkar og vöruúrval. Til þess að geta gert það þurfum við ákveðnar upplýsingar um þig til að átta okkur á hverjar þarfir þínar og fjölskyldu þinnar eru. Allar upplýsingar sem þú veitir okkur eru okkur mjög dýrmætar og hjálpa okkur við að tryggja stöðuga framþróun þjónustunnar og rétta verðlagningu tryggingaafurða.

Persónuupplýsingar þínar notum við aðallega til að átta okkur á hvaða tryggingar henta þér best og til að veita þér bestu þjónustu sem við getum boðið upp á. Einnig eru þær notaðar til þess að ákvarða áhættuna og þar með verð þeirra trygginga sem við veitum. Ef til tjóns kemur hvort sem um er að ræða tjón vegna ábyrgðartrygginga eða annarra trygginga, skiptir máli að hafa persónuupplýsingar til að tryggja skjótvirka þjónustu þegar meta á tjón sem orðið hefur.

Á grundvelli persónuverndarlaga þurfum við að hafa skýran, málefnalegan og lögmætan tilgang til að meðhöndla og safna persónuupplýsingum um þig. Við söfnum einungis upplýsingum sem eru nauðsynlegar og nægjanlegar og samræmast upphaflegum tilgangi hverju sinni.

Við erum mjög meðvituð um réttindi þín og þær skyldur sem á okkur hvíla við meðhöndlun persónuupplýsinga og leggjum mikið upp úr öryggi upplýsinganna.

Hér getur þú séð í hvaða tilgangi við vinnum persónuupplýsingar þínar:

Til að meta hvaða tryggingar henta þér best og til að meta áhættuna

Í upphafi viðskipta þurfum við að hafa greinargóðar upplýsingar um þig s.s allar grunnupplýsingar og tjónasögu þína. Í tilfelli heilsutrygginga, þurfum við að fá heilsufarsupplýsingar en það eru upplýsingar sem viðskiptavinum ber að veita við upphaf viðskipta sé þörf á slíkum upplýsingum. 

Til að meta bótaskyldu

Komi til tjóns er mikilvægt að þú veitir okkur ákveðnar upplýsingar um þig og það tjón sem verður. Því betri upplýsingar sem þú veitir strax í upphafi, því meiri líkur eru á skjótri þjónustu. Þú athugar að ef til tjóns kemur þá er þér skylt samkvæmt lögum og samkvæmt samningi þínum við okkur að veita upplýsingar. Skortur á upplýsingum getur leitt til þess að ekki er unnt að greiða bætur eða að skertar bætur eru greiddar.

Til að sinna upplýsingaskyldu og þjónustu

Á grundvelli samningssambands okkar ber okkur að upplýsa þig um ýmislegt samkvæmt lögum um vátryggingasamninga t.d. um endurnýjun eða breytingar sem gerðar eru. Einnig til þess að innheimta iðgjöld vátrygginga eða hafa samband við þig vegna réttinda þinna. Til þess að geta veitt slíka þjónustu og sinnt skyldum okkar verðum við að vinna með og nota almennar persónuupplýsingar s.s nafn og kennitölu, heimilisfang og greiðsluupplýsingar þínar.

Til að upplýsa þig um nýjar vörur eða breytingar

Hvort sem við þurfum að hafa samband við þig vegna samningssambands okkar eða vegna þess að við erum að uppfæra skilmála trygginga sem þú ert með hjá okkur, þurfum við að vita eitthvað um þig. Einnig teljum við mikilvægt að þú vitir af því þegar við erum að bjóða nýjar vörur sem geta hentað þér og þinni fjölskyldu. Við viljum ekki senda auglýsingar á þig sem varða þig ekki og því er nauðsynlegt að við áttum okkur á því hvað upplýsingar þú hefur áhuga á að fá frá okkur. 

Fyrir innanhúss vinnslur og þróun

Persónuupplýsingar sem þú veitir okkur eru notaðar innanhúss til að fylgjast með rekstri félagsins og í ákveðnum tilfellum við rannsóknir og greiningar á vörum og þjónustu sem við veitum. Við notum upplýsingarnar til dæmis til þess að fylgjast með afkomu einstakra tryggingategunda og ákvarða iðgjöld með það markmið að verðleggja þær í samræmi við áhættu.

Framfylgja lögum og reglum

Vörður er eftirlitsskyldur aðili sem þýðir að Fjármálaeftirlitið hefur eftirlit með starfseminni og getur kallað eftir ýmsum upplýsingum. Aðrar  eftirlitsstofnanir hafa einnig heimildir samkvæmt lögum til að kalla eftir upplýsingum og í slíkum tilfellum getum við þurft að nota persónuupplýsingar í þeim tilgangi að framfylgja kröfum eftirlitsaðila. Einnig getur komið til þess að persónuupplýsingar eru notaðar innanhúss til að viðhalda og sinna eðlilegum reikningsskilum og skila upplýsingum til innri eftirlitsaðila s.s. regluvörslu, áhættustýringar eða innri endurskoðunar.

accordion-image

Hvernig miðlum við þínum upplýsingum?

Samantekt

 • Við miðlum ekki upplýsingum þínum til annarra en þeirra sem þurfa á upplýsingunum að halda vegna samningssambands okkar eða þurfa upplýsingarnar til að sinna lögbundnum verkefnum sínum. 

 • Tryggt er að upplýsingar sem nauðsynlegt er að miðla vegna þjónustu okkar séu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Við gætum þurft að miðla persónuupplýsingunum þínum annað hvort innan samstæðu Varðar eða til þriðja aðila utan fyrirtækisins í ákveðnum tilfellum s.s. til endurtryggjenda, trúnaðarlæknis, lögmanna, greiningaraðila eða eftir atvikum til annarra tryggingafélaga. Við munum ekki miðla persónuupplýsingum þínum á grundvelli annars tilgangs en samningssambands okkar við þig, lögmætum tilgangi eða í öðrum tilgangi en fjallað er um í þessari persónuverndarstefnu eða án heimildar eða þíns samþykkis. Sé upplýsingum miðlað til þriðja aðila er þess ávallt gætt að upplýsingar séu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

Miðlun á upplýsingum innan fyrirtækisins

Ávallt er þess gætt að persónuupplýsingar þínar eru eingöngu aðgengilegar þeim sem þurfa á upplýsingunum að halda innan fyrirtækisins. Viðkvæmar persónuupplýsingar eru einungis aðgengilegar þeim starfsmönnum sem á þurfa að halda og er aðgangi að upplýsingum stýrt í gegnum aðgangsstýringar sem öryggisnefnd okkar heldur utan um. Vörður útvistar hluta af starfsemi sinni, s.s. ráðgjöf og sölu, tryggingastærðfræði og trúnaðarlækni. 

Miðlun á upplýsingum utan fyrirtækisins

Nauðsynlegt er að miðla persónuupplýsingum í einhverjum tilfellum til þriðja aðila s.s til endurtryggjenda og greiningaraðila sem sjá um þróun og greiningu á vátryggingum okkar.  Eftirfarandi aðilar eru dæmi um þriðja aðila sem við miðlum upplýsingum til. Talningin er ekki tæmandi en lýsir vel í hvaða tilgangi við miðlum persónuupplýsingum.

 • Þínir tengiliðir, á grundvelli þinnar heimildar (s.s. sölumaður vátryggingar, lögmaður eða endurskoðandi).

 • Ættingi eða annar tengiliður sem á grundvelli umboðs hefur heimild til að eiga samskipti við okkur.

 • Endurtryggjendur.

 • Læknar og heilbrigðisstofnanir vegna áhættumats eða vegna tjónamála.

 • Vinnuveitendur vegna starfstengdra trygginga.

 • Önnur tryggingafélög á grundvelli umboðs þíns eða vegna upplýsinga um tjón þriðja aðila.

 • Bílasölur vegna ökutækjatrygginga.

 • Fasteignasölur vegna brunatrygginga.

 • Fjármálastofnanir vegna vanskila iðgjalda.

 • Þjónustuaðilar okkar svo sem endurskoðendur eða lögfræðingar.

 • Greiningaraðilar vegna greininga og þróunar á vörum.

 • Upplýsingatæknifyrirtæki vegna þróunar á tölvukerfum okkar.

 • Auglýsingastofur eða markaðsfyrirtæki vegna markaðsmála.

 • Tjónasögugrunnur/Creditinfo til að upplýsa um tryggingasvik.

 • Lögregla eða lögfræðiskrifstofur vegna slysa og tjónamála.

 • Verkstæði vegna viðgerða á bifreiðum eða munum vegna tjóna.

 • SOS vegna slysamála erlendis.

Vörður er eftirlitskyldur aðili og getur þurft að miðla persónuupplýsingum til Fjármálaeftirlitsins eða annarra opinberra eftirlitsstofnana á grundvelli laga eða til dómstóla eða úrskurðaraðila vegna ágreinings eða rannsóknar máls. Slík miðlun upplýsinga til þriðja aðila getur verið nauðsynleg og skerðir ekki á neinn hátt réttindi þín. 

Í undantekningartilfellum er persónuupplýsingum miðlað út fyrir Ísland og jafnvel til landa utan Evrópusambandsins. Slíkt gæti hent ef t.d. viðskiptavinur okkar sem er með ferðatryggingu slasast erlendis og það þarf að senda einhverjar grunnupplýsingar eða nálgast þann slasaða eða fjölskyldu viðkomandi. Í slíkum tilfellum eru aldrei sendar meiri upplýsingar en nauðsynlegt er. 

accordion-image

Hversu lengi geymum við persónuupplýsingar

Samantekt

 • Persónuupplýsingar eru ekki geymdar lengur en málefnalegur tilgangur er til og lög og reglur kveða á um.

Við geymum persónuupplýsingar um þig meðan samningssamband okkar varir og lengur á grundvelli lagaskyldu eða vegna réttarágreinings en þó aldrei lengur en málefnalegur tilgangur er til og lög og reglur kveða á um. Geymslutími persónuupplýsinganna getur verið mismundandi eftir eðli þeirra og tilgangi með vinnslu þeirra hverju sinni.

accordion-image

Þinn réttur varðandi persónuupplýsingar sem við geymum

Samantekt

 • Persónuverndarlögin tryggja þér ákveðin grundvallarréttindi varðandi t.d. aðgang að þeim upplýsingum sem við geymum. 

Persónuverndarlögin tryggja þér ákveðin réttindi varðandi meðhöndlun persónuupplýsinga, t.d. aðgangsrétt að upplýsingum, rétt til að láta leiðrétta rangar upplýsingar, rétt til að takmarka vinnslu upplýsinga og rétt til að flytja upplýsingar eða í einhverjum tilfellum að eyða upplýsingum. Mismunandi er eftir því hvaða réttindi um er að ræða hvaða formkröfur við gerum. Hér fyrir neðan má finna ítarlegri upplýsingar um þessi réttindi. Við munum í öllum tilfellum bregðast við beiðni frá þér og svara þér, en getum þurft að hafna beiðni vegna ómöguleika, vegna lagaákvæða, réttinda þriðja aðila eða mögulegrar réttarkröfu síðar. 

Réttur til aðgangs að upplýsingunum um þig

Þú átt rétt á því að fá afrit af persónuupplýsingum sem við geymum um þig og upplýsingar um hvernig og í hvaða tilgangi við notum þær. Við afhendum þér persónuupplýsingar á formi sem mögulegt er hverju sinni, skriflega eða með því að afhenda þær rafrænt í tilfellum sem það er mögulegt.

Réttur til að láta eyða upplýsingum um þig

Þú átt í ákveðnum tilfellum rétt á að upplýsingum um þig sé eytt. Það getur átt við þegar persónuupplýsingar sem við höfum safnað eru ekki lengur nauðsynlegar fyrir þann tilgang sem þeirra var aflað upphaflega eða þú hefur ákveðið að draga samþykki þitt fyrir notkun þeirra til baka. Hins vegar þarf að meta þessa heimild samhliða öðrum þáttum, til að mynda þeim tegundum upplýsinga sem við geymum um þig og í hvaða tilgangi þeirra var aflað. Það geta verið lagalegar kröfur eða hindranir sem við þurfum að taka tillit til og geta jafnvel verið andstæðar rétti þínum til eyðingar. Eyðing á persónuupplýsingum getur verið forsendubrestur fyrir áframhaldandi viðskiptum.

Réttur til að láta leiðrétta upplýsingar um þig

Við berum ábyrgð á því að upplýsingar sem við geymum um þig séu réttar og reynum ávallt að tryggja að unnið sé með réttar upplýsingar. Ef þú telur að við séum með rangar upplýsingar hafðu þá samband við okkur varðandi breytingu eða leiðréttingu.

Réttur til að andmæla vinnslu upplýsinga um þig

Þú átt rétt á að andmæla vinnslu persónuupplýsinga um þig ef að:

 • Við erum að nota persónuupplýsingarnar þínar í beinni markaðssetningu sem þú hefur ekki samþykkt.

 • Við erum ekki lengur með lögmætan tilgang til að vinna persónuupplýsingarnar þínar.

Réttur til að andmæla eða takmarka notkun á upplýsingum um þig

Í ákveðnum tilfellum átt þú rétt á því að biðja okkur um að takmarka notkun á persónuupplýsingum þínum, t.d. þegar þú heldur að persónuupplýsingarnar sem við geymum um þig gætu verið rangar eða þú telur að við höfum ekki lengur þörf á því að vinna með þær. Í slíkum tilfellum er vinnsla stöðvuð meðan slík beiðni er yfirfarin og upplýsingar veittar um framhaldið.

Réttur til að flytja persónuupplýsingar til þriðja aðila

Þú átt rétt á að fá ákveðnar almennar persónuupplýsingar sem þú hefur veitt okkur, á grundvelli samnings eða samþykkis, fluttar á rafrænan hátt til þriðja aðila. Eftir flutninginn ber þriðji aðili ábyrgð á þeim persónuupplýsingum sem þú lést flytja. 

Réttur til að draga samþykki til baka

Í ákveðnum tilfellum þurfum við að fá samþykki frá þér til þess að vinna persónuupplýsingar. Þú hefur þó alltaf rétt á því að draga slíkt samþykki sem þú veitir okkur til baka. Hafa ber í huga að í einhverjum tilfellum getur afturköllun á samþykki haft í för með sér forsendubrest fyrir áframhaldandi samningssambandi.

Rétturinn til að mótmæla beinni markaðssetningu

Þú getur beðið okkur um að hætta sendingu markpósts hvenær sem er. Mikilvægt er að slík beiðni komi skýrt fram og með sannanlegum hætti.

Réttur til að hafna sjálfvirkri ákvarðanatöku

Vegna stöðugrar tækniþróunar eru ákveðnar ákvarðanir teknar sjálfvirkt með því að skrá persónuupplýsingar þínar í kerfi sem í framhaldinu metur t.d. tryggingarbeiðni þína og skilar niðurstöðu um aukaiðgjald eða annað, á grundvelli upplýsinga sem þú veitir. Sé unnið með upplýsingar þínar á þennan hátt upplýsum við um það fyrir fram. 

Réttur til að senda kvörtun til Persónuverndar

Þú hefur rétt til að senda kvörtun til Persónuverndar hvenær sem er ef þú ert andvígur eða ósáttur við það hvernig við vinnum persónuupplýsingarnar þínar eða ef þú telur að þær séu ekki meðhöndlaðar á þann hátt sem lög um meðferð persónuupplýsinga kveða á um. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Persónuverndar: https://www.personuvernd.is/

Takmarkanir

Til að beita framangreindum réttindum þarft þú hafa samband við okkur en finna má upplýsingar um persónuverndarráð og persónuverndarfulltrúa okkar hér að neðan. Athugaðu að í einhverjum tilfellum getum við ekki samþykkt beiðni þína á grundvelli lagalegra hindrana eða vegna réttinda annarra sem vega þyngra.

Í ákveðnum tilfellum getur beiting á framangreindum réttindum orðið til þess að um forsendubrest er að ræða fyrir áframhaldandi samningssambandi og getur það þýtt að viðskiptasambandinu verði slitið.

accordion-image

Hvers vegna notum við vefkökur?

Samantekt

 • Vafrakökur eru textaskrár sem vistast þegar þú heimsækir vefsíður.

 • Vörður notar vefkökur m.a. til að bæta upplifun og greina umferð á vefinn.

Þegar þú notar vef Varðar – vordur.is vistast upplýsingarnar um heimsóknina með svokölluðum kökum (e. Cookies).

Vörður notar vefkökur frá þriðju aðilum (m.a. Google og Facebook) á vefsíðu Varðar trygginga. Vörður notar vefkökurnar m.a. til að greina notkun vefsvæðisins, hvað varðar fjölda notenda, hegðun notenda á heimsíðunni og til að bæta markaðsefni okkar. Hægt er að sjá hvernig þriðju aðilar nota vefkökur hér:

Vafrakökur eru textaskrár sem vistast þegar þú heimsækir vefsíður. Slíkar kökur eru notaðar til að bæta virkni vefsíðunnar, greina umferð um hana og bæta þjónustu við notendur. Hver kaka hefur gildistímabil sem eyðist þegar tímabilið rennur út.

Notkun kaka á vefsvæðum Varðar

Vörður notar kökur til þess að sníða vefsvæðið að þörfum notenda og að upplifunin verði sem best. Þessar kökur hjálpa okkur að skilja hvernig vefsíður eru notaðar eða gengi markaðsherferða. Vörður notar Google Analytics til notkunarmælinga á vefnum en þessar þjónustur safna upplýsingum og gefa skýrslur um þróun á vefsvæðum án þess að greint sé frá stökum notendum eða persónuupplýsingum.

Aftengja eða losa sig við kökur

Þú getur aftengt eða losað þig við kökur í stillingum í vafra þínum. Athuga að aftenging eða eyðing á vafrakökum getur haft afgerandi áhrif á notendaupplifun og stillingar á tengdum vefsvæðum.

accordion-image

Vefkökurnar sem við notum

Nauðsynlegar vefkökur

Nafn vefköku
Veita
Tilgangur
Gildir
_cfduid
Ic.chat
Notað af efnisveitunni Cloudflare til að greina trausta netumferð
2 ár

Virknikökur

Nafn vefköku
Veita
Tilgangur
Gildir
_livechat
livechatinc.com
Notað til að fela sérniðnar stillingar notenda í LiveChat
3 ár
_livechat_lastvisit
livechatinc.com
Geymir upplýsingar um hvenær notandi notaði síðast LiveChat
3 ár

Tölfræðikökur

Nafn vefköku
Veita
Tilgangur
Gildir
_ga
vordur.is
Skráir einkvæmt auðkenni sem er notað til að safna tölulegum upplýsingum um notkun neytenda ávefsíðunni
3 ár
_gat
vordur.is
Notað af Google Analytics til að draga úr fjölda síðubeiðna
Session
_gid
vordur.is
Skráir einkvæmt auðkenni sem er notað til að safna tölulegum upplýsingum um notkun neytenda á vefsíðunni.
Session
collect
google-analytics.com
Sendir upplýsingar til Google Analytics um búnað og hegðun notenda. Staðsetur notenda á milli búnaða og markaðsstöðva
Session

Markaðskökur

Nafn vefköku
Veita
Tilgangur
Gildir
r/collect
doubleclick.net
Sendir upplýsingar til Google Analytics um búnað og hegðun notenda. Staðsetur notenda á milli búnaða og markaðsstöðva
Session

Óflokkaðar kökur

Nafn vefköku
Veita
Tilgangur
Gildir
_livechat_9888090visitorldlc.chat

Viðvarandi
9888090:state
lc.chat

Viðvarandiaccordion-image

Markaðssetning

Samantekt

 • Þú stjórnar hvernig við notum persónuupplýsingar þínar í markaðslegum tilgangi. 

 • Þú getur ávallt afturkallað samþykki fyrir notkun persónuupplýsinga í markaðslegum tilgangi.

Þú ræður því hvernig við notum persónuupplýsingarnar þínar í markaðssetningu.  Þegar nýjar vörur koma á markað og við teljum að það henti þér og þinni fjölskyldu höfum við samband við þig, en þó eingöngu hafir þú óskað eftir því að fá slíkar upplýsingar. Þú getur ávallt haft samband og afturkallað samþykki fyrir beinni markaðssetningu.  Við erum staðráðin í að senda aðeins markaðsefni á þig sem þú hefur lýst áhuga á að taka á móti. Við munum hafa samband við þig í gegnum tölvupóst, síma eða á „mínum síðum“. Við nálgumst upplýsingar vegna markaðssókna hjá fyrirtækjum sem sérhæfa sig í slíkri þjónustu í markaðslegum tilgangi til að nálgast nýja viðskiptavini.  

Vörður notar samfélagsmiðla í markaðslegum tilgangi hvort sem verið er að vekja athygli á nýjum vörum eða í forvarnarskyni s.s. til aðvörunar vegna vatnsveðurs sem er væntanlegt eða djúprar haustlægðar. Ekki eru notaðar einstakar persónugreinanlegar upplýsingar í slíkum tilfellum.

accordion-image

Aðrar mikilvægar upplýsingar - hvert skal hafa samband

 Samantekt

 • Við leggjum áherslu á að persónuupplýsingar séu meðhöndlaðar sem trúnaðarmál.

 • Ef þú þarft að hafa samband vegna persónuverndarmála, hvetjum við þig til að senda póst á persónuvernd@vordur.is

Börn

Þegar teknar eru tryggingar fyrir börn undir 16 ára aldri gerum við kröfu um að forráðamenn beri ábyrgð á persónuupplýsingum barnsins og veiti okkur leyfi fyrir öflun þeirra. Eftir 16 ára aldur skulu börn sjálf ákveða meðferð persónuupplýsinga sinna samkvæmt persónuverndarlögum.

Öryggisbrestur

Við berum mikla virðingu fyrir persónuupplýsingum þínum sem við notum vegna samningssambands okkar og leggjum áherslu á að þær séu ávallt meðhöndlaðar sem trúnaðarmál. Vörður hefur uppfært stjórnkerfi upplýsingaöryggis til samræmis við kröfur nýrra laga og jafnframt sérstakar verklagsreglur um meðhöndlum persónuupplýsinga. Við gerum allt til þess að tryggja að ekki verði öryggisbrot eins og það er skilgreint í lögum um persónuvernd og höfum uppfært öryggisferla okkar. Vörður hefur upplýsingaöryggisvottun ISO/IEC 27001;2013 en staðallinn fjallar um upplýsingaöryggi sem auðveldar og tryggir enn betur öryggi þeirra upplýsinga sem unnið er með hverju sinni.

Öryggisbrot er það þegar brot verður á öryggi sem leiðir til óviljandi eða ólögmætrar eyðingar persónuupplýsinga, að persónuupplýsingar eru sendar óviðkomandi aðila, varðveittar eða unnar á annan hátt, eða að þær glatist, breytist, verði birtar eða aðgangur veittur að þeim í leyfisleysi. Öryggisbrot geta falið í sér brot á trúnaði, leitt til þess að upplýsingar verði ekki aðgengilegar eða persónuupplýsingum er breytt.

Ef þú verður var við öryggisbrot á persónuupplýsingum skalt þú hafa samband við persónuverndarráð Varðar eins fljótt og auðið er til að draga úr líkum á tjóni. Dæmi um öryggisbrot sem við viljum fá upplýsingar um er t.d. ef þú færð sendan tölvupóst sem inniheldur persónuupplýsingar um einhvern annan aðila. 

Persónuverndarfulltrúinn okkar og persónuverndarráð

Vörður hefur skipað sérstakt persónuverndarráð sem sér um alla daglega meðferð persónuverndarmála, móttekur allar beiðnir og svarar fyrirspurnum viðskiptavina. Þér er velkomið að hafa samband við persónuverndararáð með því að senda póst á personuvernd@vordur.is.

Vörður hefur einnig skipað persónuverndarfulltrúa sem ber ábyrgð á málefnum sem varða persónuvernd og gagnavernd. Persónuverndarfulltrúi Varðar er samnýttur með móðurfélagi okkar Arion banka en þangað er öllum flóknari málum er varða meðhöndlun persónuupplýsinga vísað. Persónuverndarfulltrúinn hefur eftirlit með allri meðferð persónuupplýsinga hjá Verði.

Hafðu samband:

personuvernd@vordur.is

S: 514-1000

Hafðu samband

Þú getur alltaf haft samband við okkur hjá Verði ef þú vilt:

 • Fá aðgang að þeim upplýsingum sem við geymum um þig.

 • Breyta þeim upplýsingum sem við höfum um þig.

 • Takmarka vinnslu þeirra upplýsinga sem þú hefur þegar veitt.

 • Afturkalla áður gefið samþykki fyrir vinnslu.

 • Eyða þeim upplýsingum sem við höfum um þig.

 • Flytja upplýsingar um þig til þriðja aðila sem þú hefur veitt á grundvelli samnings eða samþykkis.

 • Tilkynna um öryggisbrot.

 • Allar almennar upplýsingar er snúa að meðferð persónuupplýsinga.

Ef þú hefur einhverjar aðrar spurningar um hvernig Vörður safnar og geymir gögn, endilega hafðu samband við okkur í gegnum personuvernd@vordur.is.

Persónuverndarstefnan er endurskoðuð reglulega, að minnsta kosti árlega. Hún getur tekið breytingum t.d. ef lög eða reglur um notkun og meðferð persónuupplýsinga breytast eða breytingar verða hjá okkur á meðhöndlun persónuupplýsinga. 

Útgefin, 2. Júlí 2018

accordion-image

Þinn réttur - Beiðnir

Öllum beiðnum verður svarað eins fljótt og auðið er.

Vörður áskilur sér rétt til að nýta tímaramma laganna til að bregðast við,  þ.e. innan mánaðar frá viðtöku. Lengja má frestinn um tvo mánuði til viðbótar ef Vörður telur þörf á, með hliðsjón af fjölda beiðna og því hversu flóknar þær eru.

Beiðnir skulu vera undirritaðar og sendar til okkar í tölvupósti á personuvernd@vordur.is

Sækja persónuverndarstefnu í PDF