Tilkynning um breytingar á skilmála

Við vorum að uppfæra Kaskótrygginguna þína og gera hana enn víðtækari. Breytingin hefur tekið gildi og iðgjaldið þitt helst óbreytt.

Tilkynning um breytingar á skilmálum Kaskótryggingar B-2.

Tryggingin bætir nú skemmdir sem verða á undirvagni ökutækis, hjólbörðum og felgum er hljótast af því að ökutækið rekst niður í akstri, ekið er í holu eða yfir grjót á vegi, þegar laust grjót hrekkur upp undir ökutækið og vegna vatns á malbiki. Með undirvagni er átt við allt neðra byrði ökutækis og þann vél- og rafbúnað sem þar er staðsettur, þ.m.t. rafhlöðu rafbíls. Undanþegnar eru þó skemmdir á undirvagni sem verða vegna aksturs utan vega, á fjallavegum eða í akstri yfir ár, vötn eða læki.

Félagið hefur nú heimild til þess að skoða hið tryggða þegar félagið óskar. Tryggðum eða öðrum þeim sem kröfu gerir um bætur úr tryggingunni er skylt að varðveita og veita félaginu aðgang að hljóð-, mynd- og öðrum tölvubúnaði ökutækisins.

Að auki voru gerðar aðrar minni háttar breytingar til þess að auka skýrleika vörunnar. Skilmála trygginga og upplýsingaskjöl má finna hér á vefnum. Óskir þú frekari upplýsinga hvetjum við þig til að hafa samband við okkur í netspjallinu eða senda tölvupóst á [email protected]. Þá erum við til taks í síma 514 1000 ef þú vilt komast í beint samband við ráðgjafa okkar eða fá aðra þjónustu.