Hér eru leiðbeiningar til að tengja sparnaðar hlutann í sjálfvirka skuldfærslu út af reikningi þínum í netbanka Arion.
Á vinstri spássíu velur þú Greiðslur.
Velur svo Millifæra.
Velur úttektarreikning.
Slærð inn reikning barnsins.
Upphæð slegin inn.
Velur Framvirk/reglubundin greiðsla sem er neðar á skjámyndinni.
Setur inn greiðsludagsetningu t.d. 1.janúar 24, þá birtist Endurtaka og þú velur mánaðarlega.
Að lokum birtist Fjöldi skipta og neðst er valmöguleikinn engin lokadagsetning.
Smellir á Áfram.
Að lokum smellir þú á Greiða.