Heimsmarkmið sameinuðuþjóðanna

Heimsmarkmiðin eru framkvæmdaáætlun í þágu mannkynsins, jarðarinnar og hagsældar.

  • Heilsa og vellíðan

    Í gegnum forvarnir eru viðskiptavinir Varðar hvattir til að huga að sinni heilsu og vellíðan. Einnig er lögð mikil áhersla á heilsu og vellíðan meðal starfsfólks og er þá horft til líkamlegrar, faglegrar, félagslegrar, persónulegrar og andlegrar heilsu.

  • Jafnrétti kynjanna Vörður fékk jafnlaunavottun árið 2014 fyrst allra fjármálafyrirtækja og hefur því haft jafnrétti kynjanna í forgrunni um langt skeið. Félagið mun halda áfram þeirri vegferð og um leið hvetja sína birgja og samstarfsaðila til að leggja áherslu á jafnrétti.

  • Nýsköpun og uppbygging Með því að leggja áherslu á að þróa eigin stafrænar lausnir og með því að vátryggja og fjárfesta í fyrirtækjum sem eru í nýsköpun og uppbyggingu styður Vörður þetta heimsmarkmið.

  • Ábyrg neysla og framleiðsla Vörður leggur áherslu á þetta heimsmarkmið í sínum daglega rekstri og hefur jafnframt áhrif á sína birgja gegnum árlegt birgjamat.

  • Aðgerðir í loftlagsmálum. Vörður er þátttakandi í loftslagsyfirlýsingu Festu og Reykjavíkurborgar og einsetur sér að ná markmiðum Parísarsáttmálans fyrir árið 2030.