Fyrirtækjatryggingar

Í rekstri fer mikill tími í að tryggja afkomu og horfa fram í tímann. Þess vegna er mikilvægt að horfa líka til þess möguleika að rekstur gæti stöðvast um lengri eða skemmri tíma vegna tjóns eða annars.

Fyrirtækjatryggingar ættu að vera sjálfsagður hluti af rekstrinum. Ekki reka þig á þegar það er orðið of seint. Heyrðu í okkur og við getum aðstoðað þig við að setja saman tryggingar sem henta þínum rekstri.

ALMENN SLYSATRYGGING

Almenn slysatrygging greiðir bætur til vátryggðs vegna varanlegrar örorku sem til kemur í kjölfar slysa við vinnu eða í frítíma.

BRUNATRYGGING HÚSEIGNA

Brunatryggingin er lögboðin trygging húseigna sem bætir tjón vegna eldsvoða. Vátryggingarfjárhæð miðast við brunabótamat sem Fasteignamat ríkisins ákveður. Með brunatryggingu húseignar er innheimt iðgjald vegna viðlagatryggingar sem er lögboðin náttúruhamfaratrygging.

FRJÁLS ÁBYRGÐARTRYGGING

Frjálsar ábyrgðartryggingar vátryggja fyrir bótaskyldu sem falla kann á atvinnureksturinn samkvæmt almennum skaðabótareglum.

GLERTRYGGING

Glertrygging bætir tjón á venjulegu og sléttu rúðugleri í viðkomandi húsi ef það brotnar. Forsenda bótaskyldu er að rúðunum hafi verið komið fyrir á endanlegum stað.

KÆLI- OG FRYSTIVÖRUTRYGGING

Kæli- og frystivörutrygging tekur til tjóna sem geta orðið á vörum, sem eru geymdar í frysti- eða kæligeymslum, af völdum þess að kælimiðill streymir út, hiti hækkar vegna skyndilegrar bilunar í kælivélum, straumrofs eða annarra skyndilegra og ófyrirsjáanlegra atvika.

HÚSEIGENDATRYGGING

Húseigendatrygging Varðar fyrir fyrirtæki er víðtæk og alhliða vernd fyrir fasteignir. Tryggingin bætir það tjón sem verður á fasteigninni sjálfri m.a. vegna vatns, foks, innbrots, skýfalls eða asahláku, tjón á rúðum og tjón vegna brots eða hruns á innréttingum.

LAUSAFJÁRTRYGGING

Lausafjártrygging er grundvallartrygging fyrir flest fyrirtæki. Hlutverk hennar er að tryggja hvers kyns lausafé í eigu eða á ábyrgð fyrirtækisins, hvort sem eru vélar og tæki, lager, unnið og óunnið efni eða aðrir lausafjármunir.

LAUNÞEGATRYGGING

Launþegatrygging tryggir launþega ef slys verður í starfi og ber vinnuveitanda að slysatryggja starfsmenn sína samkvæmt kjarasamningum. Trygging þessi gildir ýmis í vinnu og á milli vinnustaðar og heimilis, eða allan sólarhringinn.

RAFEINDATÆKJATRYGGING

Rafeindatækjatrygging tekur til tjóna í vélbúnaði rafeindatækja. Slík tjón geta verið vegna skyndilegra bilana vegna skammhlaups, ógætilegrar meðferðar, flutnings, leka, raka, sóts, sviðnunar eða bráðnunar. Tryggingin bætir ekki rekstrartjón eða annað óbeint tjón.

REKSTRARSTÖÐVUN

Komi til tjóns, sem verður til þess að rekstur fyrirtækis stöðvast, veldur það iðulega enn meira tjóni því að fyrirtækið missir tekjumöguleika sína um lengri eða skemmri tíma.

Brunatrygging húseignar í smíðum

Brunatrygging húseignar í smíðum er lögboðin trygging fyrir húseignir í smíðum og bætir tjón af völdum eldsvoða. Tryggingin tekur til húseignar og fylgifjár hennar sem fellur almennt undir brunabótamat eignarinnar.

SJÚKRA- OG SLYSATRYGGING

Sjúkra- og slysatrygging greiðir bætur til vátryggðs vegna varanlegrar örorku sem til kemur í kjölfar slysa eða sjúkdóma en einnig er hægt að kaupa sér vernd fyrir tímabundinni örorku/dagpeninga vegna slysa eða sjúkdóma og dánarbætur vegna slyss.

STARFSÁBYRGÐARTRYGGING

Starfsábyrgðartryggingar eru ýmist lögboðnar eða frjálsar. Vörður hefur starfsábyrgðartryggingu fyrir flestar fagstéttir á Íslandi.

VÍÐTÆK EIGNATRYGGING

Þessi trygging hentar mjög vel þeim sem nota til vinnu dýra og oft viðkvæma hluti, sem er mikilvægt að tryggja gegn skemmdum.

Tryggingin bætir tjón á hlutum sem geta orðið vegna skyndilegra og óvæntra óhappa í flutningi, notkun eða geymslu. Víðtæk eignatrygging er kjörin fyrir þá sem vilja vera vissir um að munir þeirra séu vel tryggðir en bótasviðið er mjög víðtækt og gildir hvar sem er.