fréttir

Við opnum aftur 5. maí

01. maí 2020

Þjónustuskrifstofur Varðar, í Reykjavík og Reykjanesbæ, opna aftur þriðjudaginn 5. maí næstkomandi eftir lokun undanfarnar vikur vegna COVID-19. Áfram ætlum við að gæta vel að nálægðartakmörkunum og fylgja fyrirmælum sem gefin hafa verið út. Opnunartími þjónustuskrifstofa okkar er frá klukkan 9 til 16 alla virka daga nema föstudaga, 15:30.

Útibú okkar á Akureyri opnar 12. maí og er þjónustutíminn þar frá klukkan 13:30 til 16:00 alla virka daga.

Við tökum líka vel á móti þér á Mínum síðum Varðar og í netspjalli á vordur.is. Einnig erum við til taks í síma 514 1000 ef þú vilt komast í beint samband við ráðgjafa okkar eða fá aðra þjónustu. Þá er hægt að senda okkur póst á netfangið vordur@vordur.is.

Á Mínum síðum Varðar getur þú fengið allar upplýsingar um þínar tryggingar, séð reikninga og greiðslur, tilkynnt tjón og breytt greiðsluupplýsingum. Á vef Varðar getur þú fengið upplýsingar um tryggingar sem við bjóðum, fengið tilboð í tryggingar og komið í viðskipti.

author

Vörður tryggingar

01. maí 2020

Deila Frétt