Frétt

Indíana Auður hreppti aðalvinninginn

20. ágúst 2020

Indíana Auður Ólafsdóttir hlaut aðalvinninginn í Regluverðinum í ár og vann sér inn glæsilega sjö daga golfferð fyrir tvo, sem í ljósi samfélagslegrar ábyrgðar verður farin innanlands. Regluvörðurinn er golfleikur Varðar og Golfsambands Íslands sem nýtur mikilla vinsælda en hann sameinar bæði gagn og gaman og um leið eiga spilarar kost á glæsilegum verðlaunum.

Í leiknum, sem spilaður er á vef Varðar, geta spilarar kannað þekkingu sína á golfreglunum og þeir sem standast prófið fá hin eftirsóknarverðu Regluvarðar verðlaun. Vinsældir leiksins hafa aukist jafnt og þétt frá því hann hóf göngu sína fyrir átta árum síðan. Í sumar tóku um 40 þúsund þátt og hefur starfsfólk Varðar haft í nógu að snúast við að senda verðlaunapeninga til stoltra Regluvarða.

Leiknum er einnig ætlað að vekja athygli á Golfvernd Varðar, sem er sérstök trygging fyrir kylfinga gegn þjófnaði á golfbúnaði og öðrum óvæntum atvikum utan vallar sem innan.

Indíana Auður, sem er kylfingur í golfklúbbnum Hamri á Dalvík, var dreginn út 19. ágúst síðastliðinn úr hópi þeirra sem tóku þátt í golfleiknum og á hún von á skemmtilegri golfferð fyrir tvo í heila viku á Vesturlandi. Fyrstu dagana er gist á Hótel Hamri í Borgarnesi með aðgang að hinum glæsilega Hamarsvelli. Svo er gist á hinu margrómaða Hótel Húsafelli, slakað á í Giljaböðunum og spilað meira golf á Húsafellsvelli.

Vörður óskar Indíönu Auði innilega til hamingju með vinninginn og þakkar um leið öllum þeim sem tóku þátt í golfleiknum í sumar.

author

Vörður tryggingar

20. ágúst 2020

Deila Frétt