Vörður

fréttir -

25. nóv 2019

Vörður styttir vinnuvikuna og breytir þjónustutíma

Frá og með 1. desember tekur stytting vinnuvikunnar gildi hjá Verði. Í síðustu kjarasamningum var samið um styttingu vinnutíma frá 1. janúar 2020 um 9 mínútur á dag án skerðingar launa. Að höfðu samráði við starfsfólk var ákveðið að stytta vinnutímann á föstudögum um 45 mínútur.

Samhliða þessu verður gerð breyting á þjónustutíma Varðar. Framvegis verður þjónustutíminn frá klukkan 9 til 16 alla virka daga nema föstudaga, 15:30. Í útibúi Varðar á Akureyri verður þjónustutíminn frá klukkan 9 til 16 alla virka daga. Þjónustuvefurinn Mínar síður er opinn allan sólarhringinn á netinu. Þar er m.a. hægt að skoða yfirlit yfir tryggingar, tilkynna tjón, sækja rafræn skjöl og dreifa greiðslum. Utan skilgreinds þjónustutíma félagsins er sími tjónavaktar opinn allan sólarhringinn.

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar, fagnar góðu framtaki aðila vinnumarkaðarins við gerð lífskjarasamnings sem felur í sér nálgun til bættra lífsgæða. Hún segir rannsóknir sýna að styttri vinnuvika leiði til aukinnar ánægju í starfi og aukinna afkasta. Þá muni heilsa og vellíðan batna með styttri vinnudegi og jafnrétti kynjanna aukast.

asset-block-image

Móttaka Varðar í Borgartúni 25