Vörður

forvarnir -

29. okt 2019

Vetur genginn í garð

Veturinn er formlega hafinn samkvæmt dagatalinu en fyrsti vetrardagur var laugardaginn 26. október sl. Veturinn heilsaði með norðanátt, frosti og snjókomu um mest allt land. Á suðvesturhorninu var svartahálka í morgun en hún myndast þegar ísing verður í ljósaskiptunum. Svartahálka er nánast ósýnleg hálka og getur verið mjög hættuleg. Þetta minnir okkur á að fara varlega í umferðinni, hvort sem við erum gangandi eða akandi.

Mannbroddar eru mesta þarfaþing í hálku. Þeir fást í einföldum og tiltölulega ódýrum útgáfum í flestum stórverslunum. Þeir sem kjósa að hjóla er bent á að nauðsynlegt er að setja undir nagladekk. Þá er svo sannarlega kominn tími á vetrardekk á bíla landsmanna.

Við minnum einnig á mikilvægi þess að hjólandi, hlaupandi og gangandi vegfarendur séu sýnilegir í umferðinni í skammdeginu. Komdu við hjá okkur og náðu þér í endurskinsmerki. Við tökum vel á móti þér.