Vörður

fréttir -

5. sep 2019

Tryggingar frá Verði í Arion appinu

Nú er hægt að kaupa tryggingar frá Verði í Arion appinu. Á örfáum sekúndum er hægt að fá tilboð í bíla- og heimilistryggingar og ganga frá kaupum með einum smelli. Fljótlega verða líf- og sjúkdómatryggingar einnig fáanlegar í appinu.

Betri yfirsýn yfir tryggingarnar Í Arion appinu er líka hægt að fylgjast með tryggingavernd fjölskyldunnar, skoða skilmála trygginga og stöðu þeirra með örfáum smellum. Hægt er að bæta við tryggingum ef eitthvað vantar eða þegar aðstæður breytast. 

Vörður hefur það að markmiði að bjóða viðskiptavinum viðeigandi vátryggingarvernd á samkeppnishæfu verði, með áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti og persónulega þjónustu.

Náðu í Arion appið á Google Play eða App Store og hafðu þægindin í fyrirrúmi