Vörður

fréttir -

4. sep 2019

Truflanir á umferð

Vegna heimsóknar varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, í Höfða verða truflanir á umferð til og frá Borgartúni. Umtalsverð öryggisgæsla verður í tengslum við fundarhöldin og einhverjar lokanir fyrir bílaumferð í Borgartúni milli klukkan 09:00 – 17:00. Við biðjumst afsökunar á þeim óþægindum sem þetta kann að valda viðskiptavinum sem heimsækja Borgartúnið í dag. Við hins vegar bendum viðskiptavinum okkar á netspjallið hér á heimasíðunni okkar eða þjónustuverið í síma 514 1000.