Píeta samtökin styrkt í hreyfiátaki Varðar

Vörður stóð nýverið fyrir hreyfiátaki meðal starfsmanna. Stofnaðir voru þrír hópar, hjólarar, sundfólk og hlauparar/göngufólk og völdu starfsmenn sér þátttökuhóp. Efnt var til samkeppni milli hópanna en sá hópur sem skaraði framúr fékk 150.000 krónur til að færa góðgerðarfélagi að eigin vali.

Flestir þáttakenda völdu þann hóp sem hljóp og gekk og var árangur hans framúrskarandi góður. Hópurinn gekk eða hljóp samtals 1.784 kílómetra á 30 dögum sem eru rúmlega þrír kílómetrar á dag að meðaltali á hvern þáttakenda. Hópurinn ákvað að láta verðlaunaféð renna til Píeta samtakanna sem eru góðgerðarsamtök rekin af sjálfboðaliðum og sinna þau forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur og eftirlifendur.

Hægt er að styrkja Píeta samtökin hér en sá peningur sem safnast fer í rekstur húsnæðis, nauðsynjar og greiðslur til sérfræðinga á borð við sálfræðinga og geðhjúkrunarfræðinga. Mikil ánægja var með hreyfiátakið hjá Verði en ekki þarf að tíunda mikilvægi hreyfingar sem eykur heilbrigði, vellíðan og ánægju.