fréttir -
29. nóv 2019
Öruggari kertajól
Förum varlega með jólaljósin og skreytingar yfir hátíðar. Dæmin sýna því miður að flestir brunar eru á þessum árstíma vegna kerta sem eru látin loga án eftirlits. Höfum eftirfarandi í huga með jólaskreytingar í desember:
Það á að vera liðin tíð að kerti séu sett hlífðarlaus niður í blóma- og greniskreytingar. Hafðu kertaskreytingar á undirlagi sem ekki getur kviknað í.
Úðaðu eldvarnaefni yfir skreytingar. Slíkur úði hefur gefið góða raun og fæst í helstu blómaverslunum.
Unnt er að fá ýmsar gerðir kertastjaka og íláta fyrir kertin. Hví ekki að leyfa þeim að njóta sín í stað þess að fela með skreytingum?
Mundu að fara aldrei frá logandi kertaljósi.
Höfum eftirfarandi í huga með kertaljósin í desember:
Festið kertin tryggilega á eldtrega og stöðuga undirstöðu.
Hafið þau ekki of nærri hitagjafa, svo sem ofni eða sjónvarpi. Logandi kerti á ekki að standa ofan á raftæki.
Hafið þau ekki nærri efnum sem auðveldlega getur kviknað í.
Öruggast er að nota þar til gert kertastæði, rafmagnskerti, sjálfslökkvandi kerti eða kertaslökkvara í skreytingar. Sé það ekki gert er mikilvægt að láta skraut ekki liggja að kerti, eldverja skreytinguna og slökkva tímanlega á kertunum.
Farið aldrei frá logandi kerti og látið börn ekki komast í eldfæri eða logandi kerti.
Höfum í huga umgengni við kerti
Kerti brenna mishratt en stundum er brennslutíma getið á umbúðum.
Veldu kertastjaka úr hitaþolnu efni og gætið þess að kertið sé vel skorðað í stjakanum.
Húsgagnið sem kertastjaki eða kertaskreyting stendur á verður að þola hita og vera stöðugt.
Hafðu aldrei kerti þar sem trekkur er og gætið þess að hafa ekki logandi kerti í gluggakistu þar sem gluggatjöld blakta.
Börn eiga aldrei að vera ein í herbergi þar sem logar á kerti.
Ekki staðsetja kerti of nálægt hitagjöfum á borð við miðstöðvarofna eða arineld.
Logandi kerti á ekki að standa ofan á raftæki.

Það er aldrei of varlega farið, sérstaklega ekki þegar haft er í huga að meirihluti íslenskra heimila sinnir eldvörnum ekki nægilega vel, samkvæmt könnun Eldvarnabandalagsins. Það er mikið í húfi. Þess vegna hvetjum við alla til að fara varlega með kertaljósin.