Vörður

fréttir -

12. feb 2020

Vörður bregst við athugasemd FME

Fjármálaeftirlitið hóf í júlí á síðasta ári athugun á því hvernig vátryggingafélög sundurliða kostnað og afslætti vátrygginga við tilboðsgerð til einstaklinga vegna ökutækja- og eignatrygginga. Niðurstöðurnar hafa nú verið birtar á vef Seðlabankans.

Skoðað var annars vegar hvernig tilboðsgerð fer fram hjá félögunum og hvaða forsendur eru lagðar til grundvallar og hins vegar hvernig uppsetningu tilboða til viðskiptavina er háttað m.t.t. sundurliðunar trygginga, afslátta o.fl.

Vörður fékk eina athugasemd, um að félagið birti lokaverð sem „Samtals með afslætti“ en sýndi þó enga sundurliðaða afslætti niður á einstaka tryggingar í tilboðsgerð ökutækja- og eignatrygginga.

Vörður hefur nú þegar brugðist við athugasemdinni og gert bragarbót á. Þá má geta þess að Vörður hafur ávallt sýnt sundurliðun iðgjalda á tryggingarskírteinum sem útgefin eru af félaginu.