Aðalfundur 2019

Aðalfundur Varðar 2019

 

Vörður hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 7. mars. Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2018 samþykktur. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári líkt og undanfarin ár og var afkoman sú besta í sögu þess eða 1.246 m.kr. eftir skatta. Árið var fyrsta heila rekstrarár Varðar eftir kaupin á Okkar líftryggingum og sameiningu þess við Vörð líftryggingar. Sameiningin heppnaðist vel og umtalsverð samlegðaráhrif náðst fram. Góð afkoma skýrist helst af góðum rekstri líftryggingafélagsins og kostnaðarhagræði en afkoma af skaðatryggingarekstri batnaði einnig nokkuð.

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, sagði á fundinum að síðastliðið ár hefði verið bæði viðburðaríkt og krefjandi í starfseminni. Árið hefði einkennst af framþróun á öllum sviðum en á sama tíma af meiri umbreytingum en oftast áður. Hann sagði góðan árangur liðinna ára hafa orðið til fyrir tilstilli einvala hóps starfsmanna og stjórnenda og að framtíð félagsins væri björt og spennandi.

Lesa má nánar um afkomu Varðar vegna ársins 2018 hér og ársreikninginn fyrir 2018 má sjá hér. Samhliða ársreikningnum gefur Vörður út sjálfbærniskýrslu sem fjallar um ófjárhagslega þætti í rekstri félagsins en skýrsluna má sjá hér.

Stjórn endurkjörin

Á aðalfundinum var stjórn Varðar endurkjörin en hana skipa þau Benedikt Olgeirsson, Guðný Benediktsdóttir, Iða Brá Benediktsdóttir, Óskar Hafnfjörð Auðunsson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir.

Samhliða var stjórn Varðar líftrygginga, dótturfélags Varðar, endurkjörin en hana skipa þau Benedikt Olgeirsson, Ásgerður H. Sveinsdóttir og Ingibjörg Arnarsdóttir.