Hvernig getum við aðstoðað?

Fáðu tilboð

Endilega fylltu út formið og við sendum þér tilboð um hæl.

Ertu með fyrirspurn?

Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Spjallið

Spjallið er opið alla virka daga
frá kl. 9:00 - 16:30.

Tilkynna tjón

Sendu inn tjónstilkynningu og við Höfum samband eins fljótt og auðið er.

Tilkynna tjón

Fáðu tilboð í þínar tryggingar

Takk fyrir! Við höfum móttekið tilboðið þitt og ráðgjafar okkar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru skyldugir.

Kennitala er ekki af réttu formi.

Óskað er eftir tilboði í:

Ertu með fyrirspurn?

Takk fyrir fyrirspurnina.

Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við svörum eins skjótt og hægt er.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru rauðmerktir.

Mínar síður

Yfirlit frétta

Fréttir 17. maí 2019

Vörður er Fyrirtæki ársins 2019

Vörður er Fyrirtæki ársins 2019 samkvæmt árlegri vinnumarkaðskönnun VR kem kynnt var á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 16. maí síðastliðinn. Vörður fær viðurkenninguna ásamt fjórum öðrum fyrirtækjum í flokki stórra fyrirtækja sem eru með 70 starfsmenn eða fleiri.

Fyrirtæki ársins 2019 eru fimmtán talsins eða fimm úr hverjum flokki; lítilla, meðalstórra og stórra fyrirtækja. Fyrirtækin voru valin samkvæmt niðurstöðum viðamikillar könnunar meðal 35 þúsunda starfsmanna á almennum vinnumarkaði. VR hefur staðið fyrir könnuninni í tvo áratugi en markmið hennar er að leita upplýsinga um viðhorf starfsmanna til vinnustaðar síns. Könnunin er einnig vettvangur starfsmanna til að segja stjórnendum hvað vel er gert og hvað betur mætti fara. Horft er til níu lykilþátta í starfsumhverfi fyrirtækja, m.a. til starfsanda, jafnréttis, vinnuaðstöðu og hvort starfsmenn séu stoltir og ánægðir af starfsemi vinnustaðarins.

Harpa Víðisdóttir, mannauðsstjóri Varðar, tók á móti viðurkenningunni fyrir hönd félagsins og var hún að vonum ánægð með niðurstöðuna. Harpa segir að markvisst hafi verið unnið að því að gera starfsumhverfi Varðar nútímalegt og skapa umgjörð fyrir framsækna hugsun, sveigjanleika, árangur og starfsánægju. Vörður sé með metnaðarfulla mannauðsstefnu sem stöðugt sé verið að styrkja og bæta. „Við leggjum mikla áherslu á vinnuumhverfið og menninguna og kappkostum að stuðla að almennri vellíðan, starfsánægju og góðum starfsanda. Við vitum að há starfsánægja skilar sér með beinum hætti í ánægðum viðskiptavinum. Við erum mjög þakklát fyrir þessa viðurkenningu en hún er bæði staðfesting á því að við erum á réttri leið og hvatning til að halda áfram og gera enn betur,“ segir Harpa.

Nánari upplýsingar um heildareinkunn og einkunnir lykilþátta má sjá hér.

Fréttir 06. maí 2019

Píeta samtökin styrkt í hreyfiátaki Varðar

Vörður stóð nýverið fyrir hreyfiátaki meðal starfsmanna. Stofnaðir voru þrír hópar, hjólarar, sundfólk og hlauparar/göngufólk og völdu starfsmenn sér þátttökuhóp. Efnt var til samkeppni milli hópanna en sá hópur sem skaraði framúr fékk 150.000 krónur til að færa góðgerðarfélagi að eigin vali.

Flestir þáttakenda völdu þann hóp sem hljóp og gekk og var árangur hans framúrskarandi góður. Hópurinn gekk eða hljóp samtals 1.784 kílómetra á 30 dögum sem eru rúmlega þrír kílómetrar á dag að meðaltali á hvern þáttakenda. Hópurinn ákvað að láta verðlaunaféð renna til Píeta samtakanna sem eru góðgerðarsamtök rekin af sjálfboðaliðum og sinna þau forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur og eftirlifendur.

Hægt er að styrkja Píeta samtökin hér en sá peningur sem safnast fer í rekstur húsnæðis, nauðsynjar og greiðslur til sérfræðinga á borð við sálfræðinga og geðhjúkrunarfræðinga. Mikil ánægja var með hreyfiátakið hjá Verði en ekki þarf að tíunda mikilvægi hreyfingar sem eykur heilbrigði, vellíðan og ánægju.

Fréttir 11. apr. 2019

Vörður fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum

Vörður hefur fengið viðurkenningu frá Rannsóknarmiðstöð um stjórnhætti sem fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum. Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins, Nasdaq OMX Iceland og Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands standa að baki viðurkenningunni.

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, og Hrefna Kristín Jónsdóttir , yfirlögfræðingur Varðar, tóku á móti viðurkenningunni fyrir hönd félagsins á ráðstefnu um góða stjórnarhætti sem haldin var í hátíðarsal Háskóla Íslands 11. apríl síðastliðinn.

Viðurkenningin byggir á úttekt á stjórnarháttum Varðar sem tekur mið af leiðbeiningum um góða stjórnarhætti, gefnum út af Viðskiptaráði Íslands, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland. Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands er umsjónaraðili viðurkenningarferlisins. Viðurkenningin er fyrst og fremst veitt til þess að ýta undir umræður og aðgerðir sem efla góða stjórnarhætti.

Markvisst unnið að úrbótum

Í ávarpi Guðmundar Jóhanns á ráðstefnunni kom fram að Vörður vinni stöðugt og markvisst að bættum stjórnarháttum. „Aukin vitund góðra stjórnarhátta eykur fagleg vinnubrögð stjórnar, stuðlar að skýrari verkaskiptingu og betri ákvarðanatöku. Þekking á góðum stjórnarháttum skilar okkur betri og faglegri stjórnarmönnum og stuðlar að því að félagið sé rekið á faglegum forsendum. Að Vörður sé fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum eykur traust og tiltrú almennings á félaginu,“ sagði Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar.

Ráðstefna Rannsóknarmiðstöðvar um stjórnarhætti er haldin árlega í samvinnu við hagsmunaaðila. Tilgangur hennar er að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta, alþjóðlegum straumum og stefnum í stjórnarháttum og vinnu íslenskra stjórnarmanna við að efla stjórnarhætti. Þema ráðstefnunnar að þessi sinni var Hæfni og hæfi stjórnarmanna.

Fréttir 31. mar. 2019

Mottumars: Karlar og krabbamein

Vörður hefur tekið virkan þátt í Mottumars, árlegu átaksverkefni Krabbameinsfélagsins sem tileinkað er baráttunni gegn krabbameinum í körlum. Meginmarkmið átaksins er að vekja athygli á baráttunni gegn krabbameinum hjá karlmönnum og hvetja alla menn og fjölskyldur þeirra að vera meðvitaðir um einkenni krabbameina og sinna forvörnum. Með átakinu er einnig aflað fjár sem gerir Krabbameinsfélaginu kleift að sinna fræðslu, forvörnum, rannsóknum, ráðgjöf og veita karlmönnum stuðning.

 

Litríkir sokkar og fræðsla

Vörður hefur í marsmánuði vakið athygli á átakinu á samfélagsmiðlum sínum og lagt því lið með kaupum á litríkum sokkum fyrir allt starfsfólk félagsins. Höfum við hvatt fylgjendur okkar á samfélagsmiðlum að gera slíkt hið sama, kaupa sokka og styrkja um leið átakið. Þá buðum við öllu starfsfólki okkar, körlum og konum, á fyrirlesturinn Karlar og krabbamein. Þar fjölluðu sérfræðingar í fræðslu og forvörnum hjá Krabbameinsfélaginu um algengustu krabbamein karla á Íslandi fyrr og nú og hvernig lífsstíll hefur haft áhrif á þróunina. Einnig var fjallað um forvarnir, helstu einkenni krabbameina og hvers vegna skimun er ekki í boði fyrir karla.

Þekktu einkenni krabbameina

Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsskrá greinast um 780 íslenskir karlar með krabbamein á hverju ári og greinist þriðji hver karlmaður með krabbamein einhvern tímann á lífsleiðinni. Hver og einn getur gert ýmislegt til að draga úr líkum á að fá krabbamein, til dæmis með því að reykja ekki, hreyfa sig reglulega, borða hollan og fjölbreyttan mat, takmarka neyslu áfengis og varast óhófleg sólböð.

Því fyrr sem krabbamein greinist því líklegra er að meðferð beri árangur. Eftirfarandi einkenni geta vakið grun um krabbamein en geta einnig átt sér aðrar skýringar:

 • Óvenjuleg blæðing, t.d. frá endaþarmi, kynfærum, geirvörtu, í hráka eða þvagi
 • Þykkildi eða hnútar, t.d. í pung, brjósti, nára, á hálsi, vörum, tungu eða handakrika
 • Óútskýrt þyngdartap
 • Þrálátur hósti eða hæsi
 • Langvarandi kyngingarerfiðleikar
 • Sár sem ekki grær, t.d. í munni eða á kynfærum
 • Breytingar á hægðum eða þvaglátum, t.d. langvarandi niðurgangur eða hægðartregða, blóð í hægðum, erfiðleikar við að pissa
 • Nýir fæðingarblettir eða breytingar á blettum, t.d. stærð, lögun eða litur
 • Langvarandi óþægindi frá meltingarvegi, t.d. magaverkir eða uppþemba
 • Óvenjuleg þreyta sem minnkar ekki við hvíld
 • Viðvarandi verkir án þess að orsök sé ljós

 

Ef þú ert með eitthvert þessara einkenna ættir þú að panta tíma hjá lækni til frekari skoðunar. Sjá nánar á www.krabb.is/einkenni

Fréttir 28. mar. 2019

Rekstrarstöðvun WOW AIR

Réttindi farþega
Vegna rekstrarstöðvunar WOW AIR viljum við benda á að ferða- og kortatryggingar bæta því miður ekki tjón farþega vegna fjárhagserfiðleika eða gjaldþrots flugrekenda eða annarra slíkra aðila sem annast farþegaflutninga.

Frekari upplýsingar um réttindi farþega er hægt að kynna sér á heimasíðu Samgöngustofu. Þar má m.a. sjá umfjöllun um möguleika á endurgreiðslu, ýmist í gegnum kreditkortafyrirtæki eða ferðaskrifstofu, ef um alferð (samsett ferð þar sem flug og fleiri þjónustuþættir, s.s. gisting, eru seldir saman) er að ræða.

Upplýsingasíður banka og kortafyrirtækja varðandi endurkröfubeiðnir:

 

 

 

Fréttir 20. mar. 2019

Ný golfreglubók í boði Varðar

Á næstu dögum fá kylfingar nýju golfreglubókina senda heim til sín í boði Varðar. Bækurnar er um 17 þúsund talsins og höfum við pakkað þeim inn í „hanskahólfið“ sem er fjölnota plastvasi. Vasinn er tilvalinn hirsla fyrir golfhanskann, símann, veskið og reglubókina og forðar þessum hlutum frá vatnstjóni þegar rignir.

 

Þá hvetjum við alla kylfinga til að vera með þeim fyrstu til að spila nýjan golfleik Varðar 2019. Skráðu þig hér og farðu fram fyrir röðina.

Vörður er traustur bakhjarl og einn helsti styrktaraðili Golfsambands Íslands.

Fréttir 07. mar. 2019

Aðalfundur 2019

Vörður hélt aðalfund sinn fimmtudaginn 7. mars. Á fundinum var ársreikningur fyrir árið 2018 samþykktur. Rekstur félagsins gekk vel á síðasta ári líkt og undanfarin ár og var afkoman sú besta í sögu þess eða 1.246 m.kr. eftir skatta. Árið var fyrsta heila rekstrarár Varðar eftir kaupin á Okkar líftryggingum og sameiningu þess við Vörð líftryggingar. Sameiningin heppnaðist vel og umtalsverð samlegðaráhrif náðst fram. Góð afkoma skýrist helst af góðum rekstri líftryggingafélagsins og kostnaðarhagræði en afkoma af skaðatryggingarekstri batnaði einnig nokkuð.

Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar, sagði á fundinum að síðastliðið ár hefði verið bæði viðburðaríkt og krefjandi í starfseminni. Árið hefði einkennst af framþróun á öllum sviðum en á sama tíma af meiri umbreytingum en oftast áður. Hann sagði góðan árangur liðinna ára hafa orðið til fyrir tilstilli einvala hóps starfsmanna og stjórnenda og að framtíð félagsins væri björt og spennandi.

Lesa má nánar um afkomu Varðar vegna ársins 2018 hér og ársreikninginn fyrir 2018 má sjá hér. Samhliða ársreikningnum gefur Vörður út sjálfbærniskýrslu sem fjallar um ófjárhagslega þætti í rekstri félagsins en skýrsluna má sjá hér.

Stjórn endurkjörin

Á aðalfundinum var stjórn Varðar endurkjörin en hana skipa þau Benedikt Olgeirsson, Guðný Benediktsdóttir, Iða Brá Benediktsdóttir, Óskar Hafnfjörð Auðunsson og Sigrún Ragna Ólafsdóttir.

Samhliða var stjórn Varðar líftrygginga, dótturfélags Varðar, endurkjörin en hana skipa þau Benedikt Olgeirsson, Ásgerður H. Sveinsdóttir og Ingibjörg Arnarsdóttir.

 

 

 

Fréttir 21. feb. 2019

Afkomutilkynning 2018

Á stjórnarfundi þann 20. febrúar 2019, samþykkti stjórn og forstjóri samstæðureikning Varðar fyrir árið 2018.

Guðmundur Jóhann Jónsson forstjóri Varðar:

„Rekstur Varðar gekk vel á síðasta ári og er afkoman sú besta í sögu félagsins sem er sérlega ánægjulegt. Samsett hlutfall er að lækka, eiginfjárhlutfallið að styrkjast og gjaldþolið að hækka. Allt skilar sér þetta í góðri arðsemi eigin fjár og sterkara félagi. Árið einkenndist af framþróun á öllum sviðum en á sama tíma af meiri umbreytingum í starfseminni en oftast áður. Við erum á góðri vegferð og auðvitað stolt af árangrinum. Starfsfólk félagsins fær stórt hrós fyrir framúrskarandi gott starf.“

Mesti hagnaður í sögu félagsins

Árið 2018 var fyrsta heila rekstrarár Varðar eftir kaupin á Okkar líftryggingum og sameiningu þess við eigið líftryggingafélag, sem heppnaðist ákaflega vel. Umtalsverð samlegðaráhrif náðust fram og stendur Vörður sterkari fótum en áður, með fjölbreyttara þjónustuframboð og öflugan hóp starfsfólks. Starfsemi Varðar gekk vel á árinu líkt og undanfarin ár og er reksturinn traustur. Hagnaður nam 1.558 m.kr. fyrir tekjuskatt en var 1.151 m.kr. árið 2017. Að teknu tilliti til skatta var hagnaður ársins 1.246 m.kr. samanborið við 957 m.kr. árið 2017. Hagnaðurinn er sá mesti í sögu félagsins en hafa ber í huga að samstæðan tók miklum breytingum við áðurnefnd kaup á Okkar líftryggingum. Góð afkoma skýrist helst af mjög góðum rekstri líftryggingafélagsins og kostnaðarhagræði en afkoma af skaðatryggingarekstri batnaði einnig nokkuð. Afkoma af vátryggingastarfseminni var jákvæð að undanskildum sjótryggingum, þar sem stórt tjón féll á félagið. Lögboðnar ökutækjatryggingar voru reknar með tapi eins og undanfarin ár en afkoma greinarinnar batnaði þó umtalsvert milli ára. Iðgjöld ársins hækkuðu um 11% milli ára og námu 10.844 m.kr. samanborið við 9.726 m.kr. árið 2017. Tjón ársins námu 7.831 m.kr. og jukust um 9% milli ára. Fjáreignatekjur námu 896 m.kr. á árinu og lækkuðu um 24% milli ára og skilaði eignasafnið ásættanlegri ávöxtun í ljósi markaðsaðstæðna. Rekstrarkostnaður var 2.159 m.kr. og lækkaði um 4% frá árinu áður. Kostnaðarhlutfall lækkaði og var 18,3% samanborið við 21,1% árið 2017. Samsett hlutfall, sem er skilgreint sem tjónakostnaður, endurtryggingakostnaður og rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum, var 92,3% samanborið við 98,3% árið 2017.

Sterkur efnahagur

Heildareignir Varðar í árslok 2018 námu 21.660 m.kr. í samanburði við 19.997 m.kr. í árslok 2017 og nemur hækkunin liðlega 8%. Fjáreignir námu 15.773 m.kr. og handbært fé nam 1.340 m.kr. Eigið fé í lok árs nam 6.753 m.kr. en í árslok 2017 nam það 6.207 m.kr. Eiginfjárhlutfall er sterkt eða 31% í lok árs sem er nærri sama hlutfall og í lok árs 2017. Gjaldþol félagsins samkvæmt Solvency II var 148,2% í árslok en var 141,3% í lok árs 2017. Arðsemi eiginfjár var 19,2%.

Framsækin stefna

Vörður vinnur nú eftir nýrri stefnu sem mörkuð var á síðasta ár eftir umfangsmikla undirbúningsvinnu sem stjórnarmenn og stór hluti starfsfólks tók þátt í auk innlendra og erlendra sérfræðinga. Félagið hefur á undanförnum árum styrkt stöðu sína mjög á markaðnum en metnaður eigenda og starfsfólks er mikill og undirbýr félagið áframhaldandi sókn í umhverfi mikilla breytinga. Ný stefna grundvallast á kjarna fyrri stefnu um að viðskiptavinurinn sé ávallt í öndvegi og hagsmunir hans hafðir að leiðarljósi. Lögð er höfuðáhersla á framúrskarandi góða þjónustu, aukið þjónustuframboð og fjölgun samskiptaog sjálfsafgreiðsluleiða, allt með það að markmiði að gera þjónustuna þægilegri fyrir viðskiptavini. Markmið til lengri tíma er að viðskiptavinum standi til boða mismunandi leiðir til samskipta við félagið, hvenær sem er sólarhringsins, allan ársins hring. Í stefnunni er áhersla lögð á stóraukna nýtingu gagna í starfseminni sem mun án efa styrkja þjónustuna þegar fram í sækir. Samstarf við Arion banka verður áfram þróað með það að markmiði að viðskiptavinir samstæðunnar njóti góðs af og sem fyrr er lögð mikil rækt við þróun og þjálfun starfsfólks. Þá ætlar Vörður í auknu mæli að sækja fram í forvarnarstarfi til hagsbóta fyrir viðskiptavini. Félagið stendur með sínum viðskiptavinum þegar eitthvað bjátar á en í anda samfélagslegrar ábyrgðar verður unnið með viðskiptavinum í því skyni að forðast slys og önnur óhöpp.

Áherslur 2019

Áherslur Varðar á þessu ári snúa að þróun stafrænna lausna og þjónustu til samræmis við óskir viðskiptavina. Markmiðið er ekki að gera Vörð að alstafrænu félagi heldur að finna réttu blönduna af stafrænum leiðum og persónulegri þjónustu. Þegar kemur að hefðbundnum rekstri og afkomu félagsins verður áhersla lögð á að ná betri árangri í rekstri skaðatrygginga og vegur þar þyngst að ná bættri afkomu í flokki ökutækjatrygginga. Vörður hefur notið mikillar velgengni á undanförnum árum og verður áfram byggt á þeim góða grunni. Framtíð félagsins er því björt og spennandi. 

Um Vörð

Vörður tryggingar hf. er alhliða vátryggingafélag í eigu Arion banka hf. sem býður tryggingar fyrir einstaklinga, fjölskyldur og fyrirtæki. Félagið leggur áherslu á einföld og þægileg vátryggingaviðskipti á samkeppnishæfu verði. Meðaltalsfjöldi stöðugilda var á síðasta ári 86,5 og eru viðskiptavinir félagsins nú yfir 65.000. Starfsfólk Varðar vinnur markvisst að því að efla þjónustu og fjölga valkostum í tryggingaþjónustu til viðskiptavina.

Aðalfundir Varðar trygginga hf. og Varðar líftrygginga hf. verða haldnir 7. mars næstkomandi.

Nánari upplýsingar veitir: Guðmundur Jóhann Jónsson, forstjóri Varðar í síma, 514 1020 og 824 1020.

Afkomutilkynning 2018

Fréttir 11. feb. 2019

112 dagurinn

112-dagurinn fjallar að þessu sinni um öryggismál heimilisins. Stór hluti símtala í neyðarnúmerið 112 á rætur að rekja til slysa og annarra áfalla á heimilum fólks. Fólk verður alvarlega veikt heima eða slasast, börn komast í lyf og önnur hættuleg efni, eldur kemur upp á heimilinu, þjófar láta greipar sópa, svo nokkur dæmi séu nefnd.

Slys í heimahúsum eru algeng hér á landi hjá fólki á öllum aldri. Við erum mikið innan veggja heimilisins af veðurfarsástæðum og því ríkari ástæða til þess að huga vel að öryggi allra sem þar eru. Reykskynjara, slökkvitæki, eldvarnarteppi og sjúkrakassar eru dæmi um nauðsynlegan öryggisbúnað sem ætti að vera á hverju heimili.

Eldur og reykur er ein mesta ógn sem getur steðjað að okkur heima. Eldvarnir eru mikilvæg ráðstöfun til að tryggja líf, heilsu, eignir og öryggi fólks. Mikilvægast er að sjálfsögðu að tryggja að fjölskyldan vakni og nái að forða sér ef eldur kemur upp. Margir eiga reykskynjurum líf sitt að launa og hafa þessi ódýru öryggistæki ítrekað sannað gildi sitt.

Sjúkrakassi með nauðsynlegustu sjúkragögnum þarf að vera til á hverju heimili, svo bregðast megi við algengustu slysum í heimahúsum. Hann þarf að innihalda það allra nauðsynlegasta sem grípa þarf til ef slys bera að höndum. Stundum þarf innihald kassans að taka mið af sérþörfum fjölskyldumeðlima, ef t.d. um ofnæmi er að ræða. Sjúkrakassa skal geymdur á vísum stað þar sem allir geta haft aðgang að honum. Þá þarf að muna að bæta í sjúkrakassann um leið og tekið er úr honum.

Skyndihjálp ættu allir að kunna. Gjarnan eru það leikmenn, þ.e. ekki sérmenntaðir heilbrigðisstarfsmenn, sem veita fyrstu hjálp og hlúa að sjúkling þar til sjúkraliðar eða önnur sérþjálfuð hjálp berst. Smávægileg veikindi og slys þarfnast stundum eingöngu þeirrar meðferðar sem felst í skyndihjálp, til dæmis smávægilegur skurður eða lítið brunasár. Slík hjálp felst að jafnaði í einföldum aðferðum. Í sumum tilfellum getur hún skipt sköpum og jafnvel bjargað mannslífum.

Í 112-blaðinu er bent á fjölmargt sem unnt er að gera til að auka öryggi heimilisins, til dæmis með því að læra skyndihjálp, efla fallvarnir og auka eldvarnir og varnir gegn innbrotum. Þá er gott að kynna sér Viðlagahandbókina, það sem viðkemur öryggi heimilisins og Eldvarnir – handbók heimilisins.

Eru tryggingarnar í lagi?

Fjölskyldan er það mikilvægasta sem við eigum. Þess vegna viljum við búa henni öruggt umhverfi, þar sem við eigum okkur skjól saman. Þar komum við hjá Verði til aðstoðar. Við hjálpum þér að tryggja fjölskylduna og heimilið fyrir öllum þessum „hvað ef“ uppákomum sem lífið getur rétt okkur þegar við eigum þess síst von. Starfsfólk Varðar er þér innan handar og leiðbeinir þér um hversu mikla tryggingavernd þú þarft. Hafðu samband núna.

 

Fréttir 21. des. 2018

Breytingar á skilmálum

Gerð hefur verið breyting á skilmálum Varðar. Breytingin felur í sér að frá og með 1. janúar 2019 mun almennur skilmáli, AS-1, gilda um flest alla skilmála félagsins. Í skilmálum einstakra tryggingategunda verður að finna ákvæði þar sem fram kemur að almennur skilmáli, AS-1, gildi jafnframt við trygginguna. Í þessu felst engin efnisbreyting á skilmálum félagsins en finna má í almenna skilmálanum ákvæði sem eru eins fyrir allar tryggingar og félaginu ber að upplýsa viðskiptavin um samkvæmt lögum, s.s. um upphaf tryggingar, greiðslu iðgjalds, uppsagnarétt o.fl. Samhliða því hefur verið bætt við ítarlegu ákvæði um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga og ákvæði um sameiginlegan tjónagrunn tryggingafélaganna. Uppfærslan er einungis til hagsbóta fyrir viðskiptavini Varðar þar sem sérstakir skilmálar trygginga styttast og auðveldara verður að fá yfirsýn yfir almenn ákvæði, sem um allar tryggingar gilda.