Kaskótrygging

Valfrjáls ökutækjatrygging. Bætir skemmdir á eigin ökutæki komi til tjóns sem eigandi sjálfur ber ábyrgð á eða ef ökutækið verður fyrir utanaðkomandi tjóni.

Hvað er innifalið

Upptalning er ekki tæmandi. Sjá nánar skilmála tryggingar.

Spurt og svarað

Sjá allar spurningar
  • Hvað er ökutækjatrygging?

    Ökutækjatrygging er samsett af ábyrgðartryggingu og slysatryggingu ökumanns og eiganda. Ábyrgðartrygging bætir tjón á mönnum og munum sem ökutækið veldur. Slysatrygging bætir tjón vegna slyss ökumanns, sem veldur tjóni og einnig slysatjón eiganda ökutækis ef hann slasast sem farþegi í eigin ökutæki.

    Hvað er kaskótrygging?

    Kaskótrygging bætir skemmdir á ökutæki komi til tjóns sem eigandi sjálfur ber ábyrgð á eða ef ökutækið verður fyrir utanaðkomandi tjóni. Sá sem kaupir slíka tryggingu hefur val um eigin áhættu og greiðir hana ef bíllinn skemmist og tryggingafélagið borgar það sem eftir stendur.

    Hvað er rúðutrygging?

    Rúðutrygging bætir brot á bílrúðu ásamt ísetningarkostnaði. Eigin áhætta í rúðutryggingu er 25% í hverju tjóni en sé gert við bílrúðuna í stað þess að skipta henni út er eigin áhætta engin.

  • Hvar gildir ökutækjatrygging?

    Tryggingin gildir á Íslandi, í öðrum aðildarríkjum EES, Bretlandi og í Sviss. Skilyrði er að sækja alþjóðlegt vátryggingakort fyrir ökutæki, sem kallast „græna kortið“.

    Hvað er skráningarskylt ökutæki?

    Skráningarskylt ökutæki er bifreið, bifhjól, torfærutæki, dráttarvél, eftirvagn bifreiðar eða dráttarvélar sem gerður er fyrir meira en 750 kg heildarþyngd, hjólhýsi og tjaldvagn. Skylt er að skrá ökutæki áður en það er tekið í notkun.

    Hvað ef ökutækið er afskráð eða númerin innlögð?

    Þú lætur okkur vita þegar þú hefur afskráð ökutæki og þá er trygging felld frá afskráningardegi, þetta á við um lögboðnar ökutækjatryggingar og frjálsar tryggingar eins og kaskó.

    Ef númer eru lögð inn án afskráningar er kaskótrygging ekki sjálfkrafa felld niður, enda bætir trygging allskyns tjón sem geta átt sér stað þrátt fyrir að númer séu innlögð, t.d. skemmdarverk, óveður og þjófnað.

Víðtæk kaskótrygging

  • Kaskó bætir tjón á bílnum sem ekki fæst bætt úr öðrum tryggingum.

  • Þú velur eigin áhættuna og greiðir alltaf sömu upphæð.

  • Bætir tjón á undirvagni á flestum vegum landsins, líka rafhlöður.

  • Bætir tjón vegna óveðurs, óháð vindstyrk.

  • Bætir ef eitthvað fellur á bílinn þinn, eins og hlutir í bílskúrnum.

Þetta er ekki tæmandi upptalning, kynntu þér skilmálan betur með því að smella hér!

Tryggingar á mannamáli

Tryggingamál getur verið flókið. Til að gera okkur meira skiljanlegri höfum við tekið saman allar helstu upplýsingar um trygginguna í upplýsingaskjal sem hægt er að skoða með skilmálum.