Kaskótrygging

Kaskótrygging bætir eignatjón á ökutækinu ef eigandi eða ökumaður þess á sjálfur sök á óhappinu. Einnig ef ökutækið verður fyrir utanaðkomandi tjóni sem veldur skemmdum á því.

Viðskiptavinir velja sér sjálfsábyrgð við töku tryggingarinnar, en upphæð sjálfsábyrgðar er einn af þeim þáttum sem ákvarðar iðgjaldið sem greitt er fyrir trygginguna. Viðskiptavinir, sem eru í Grunni og eru með bifreið sína kaskótryggða, eiga einnig rétt á bílaleigubíl í allt að fimm daga vegna tjóns.

EFTIRFARANDI ER INNIFALIÐ Í TRYGGINGUNNI

KASKÓTRYGGING BÆTIR EIGIÐ TJÓN Á ÖKUTÆKI SEM VERÐUR T.D. VEGNA

  • Áreksturs

  • Útafaksturs

  • Veltu

  • Bruna

  • Þjófnaðar

  • Skemmdarverka

AKSTUR UTAN VEGA

Utanvegakaskó er innifalið í kaskótryggingu Varðar. Verði tjón sem fellur undir þann þátt tryggingarinnar ber vátryggingartaki þrefalda sjálfsábyrgð. Undanskilin eru tjón sem verða við að vatn flæðir inn í vélarhús eða farþega- eða farangursrými.