Ferðavagnar

Ferðavagnatrygging er húftrygging fyrir fellihýsi, tjaldvagna, hjólhýsi og pallhýsi.

Oft liggja mikil verðmæti í ferðavögnum og öðrum slíkum útbúnaði. Húftrygging Varðar tryggir ferðavagninn gegn ýmsum óhöppum, hvort sem hann er í umferðinni eða í geymslu.

HELSTU TJÓN SEM BÆTT ERU VEGNA

  • Umferðaróhappa

  • Foks

  • Eldsvoða

  • Þjófnaðar

  • Skemmdarverka

Tjón sem kunna að verða vegna ferðavagns í umferðinni, eru bætt úr lögboðinni ábyrgðartryggingu þess ökutækis sem dregur vagninn.