Tekjuverndargreining

Með tekjuverndargreiningu Varðar fæst skýr yfirsýn á tryggingavernd þína í dag og vísbending um hvort hún sé nógu víðtæk til að standa undir fjárhagslegri afkomu þinni og fjölskyldunnar komi til slysa, veikinda, óvinnufærni eða fráfalls.

Tekjutap fæst í mörgum tilfellum ekki bætt að fullu frá sjúkrasjóðum stéttarfélaga, lífeyrissjóðum eða almannatryggingum. Tekjuvernd tekur mið af aðstæðum hvers og eins og reiknar út á einfaldan hátt hvað upp á vantar til að tryggja óbreytta framfærslu.

Bókaðu fund með ráðgjafa og fáðu ráðleggingar hvaða líf- og heilsutryggingar henta þér.