Örorkutrygging

ÖRORKUTRYGGING Tengd viðbótalífeyrissparnaði

Örorkutrygging Varðar er snjöll leið til að samþætta viðbótarlífeyrissparnað og örorkutryggingu. Hægt er að tryggja markmið um tekjur að loknu ævistarfi náist þrátt fyrir hugsanlegt tekjutap sökum óvæntrar örorku vegna slysa eða sjúkdóma.

Séreignarsparnaðurinn er því tryggður frá upphafi þó að starfsævin endist ekki til að safna þeim sjóði sem að er stefnt. Iðgjöldin eru tekin beint af sparnaðinum og hafa því ekki áhrif á útgjöld heimilisins.

AÐALATRIÐI

 • Örorkutrygging án þess að tryggingariðgjöld skerði ráðstöfunartekjur

 • Viðbótarlífeyrissparnaður með tryggðum markmiðum

 • 2% mótframlag launagreiðanda er ígildi 2% launahækkunar

 • Framlag launafólks er frádráttarbært frá skatti við inngreiðslu

 • Engar spurningar um heilsufar – aðeins yfirlýsing

TIL VIÐBÓTAR

 • Séreignarsparnaðurinn kemur til útgreiðslu við 60 ára aldur eða síðar

 • Við útborgun séreignarsparnaðar greiðist tekjuskattur

 • Ársiðgjaldið er að hámarki 16,67% af árlegri innborgun í séreignarsparnað

 • Fast iðgjald - lækkandi vátryggingarfjárhæð

 • Býðst einstaklingum á aldrinum 20-55 ára sem eru í fastri vinnu

 • Sama iðgjald fyrir karla og konur

 • Þrír áhættuflokkar með hliðsjón af starfi

Hvernig virkar tryggingin

 • Lágmarksörorka vegna sjúkdóms er 50%

 • Lágmarksörorka vegna slyss er 25%

 • Hámarks vátryggingarfjárhæð er 25 milljónir króna

 • Vátryggingarfjárhæð er reiknuð frá tjónsdegi en greidd út við örorkumat

 • Vátryggingin bæti ekki afleiðingar sjúkdóms eða meins sem komið hefur fram (þ.e. einkenni eða greining) fyrir gildistöku vátryggingarinnar

 • Vátryggingin bætir ekki afleiðingar slyss sem rekja má til atburðar sem vátryggður veit eða mátti vita um og átti sér stað fyrir undirritun vátryggingarsamningsins

 • Bætur úr örorkutryggingunni greiðist inn í séreignarsparnaðinn og lúta þar reglum um útborgun við örorku sjóðfélaga

 • Tilkynning þarf að hafa borist innan árs frá tjónsatburði eða greiningu

Framhaldsörorkutrygging

Þeim einstaklingum sem hætta að greiða í viðbótarlífeyrissparnað eða hafa fært hann frá Lífeyrisauka býðst að halda áfram með örorkutrygginguna. Iðgjald tryggingarinnar færist þá yfir á einstaklinginn sjálfan. Til að geta óskað eftir framhaldsörorkutryggingu þarf viðkomandi að hafa haft virka örorkutryggingu síðustu 24 mánuði hjá félaginu.