Hvernig getum við aðstoðað?

Fáðu tilboð

Endilega fylltu út formið og við sendum þér tilboð um hæl.

Ertu með fyrirspurn?

Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Spjallið

Spjallið er opið alla virka daga
frá kl. 9:00 - 16:30.

Tilkynna tjón

Sendu inn tjónstilkynningu og við Höfum samband eins fljótt og auðið er.

Tilkynna tjón

Fáðu tilboð í þínar tryggingar

Takk fyrir! Við höfum móttekið tilboðið þitt og ráðgjafar okkar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru skyldugir.

Kennitala er ekki af réttu formi.

Óskað er eftir tilboði í:

Ertu með fyrirspurn?

Takk fyrir fyrirspurnina.

Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við svörum eins skjótt og hægt er.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru rauðmerktir.

Mínar síður

Líftrygging

Líftrygging Varðar er fjárhagsleg vernd fyrir aðstandendur þeirra sem slíka tryggingu hafa. Aðstæður bæði einstaklinga og fjölskyldna breytast í áranna rás og því er mikilvægt að endurskoða vátryggingafjárhæðir reglulega.

Nýir einstaklingar bætast í hópinn, stærra húsnæði kallar á aukna skuldabyrði og ábyrgð okkar gagnvart fjölskyldunni vex í samræmi við það. Það er því mikilvægt að tryggingavernd hvers og eins taki mið af breyttum aðstæðum hverju sinni. Fráfall ástvina er mikið áfall og getur líftrygging aldrei bætt þann skaða sem fjölskyldan verður fyrir, en hún getur dregið úr þeim fjárhagslegu áhrifum sem fráfallið veldur.

Eftirfarandi er innifalið í tryggingunni

SKATTFRJÁLSAR BÆTUR

Einstaklingar á aldrinum 18–62 ára geta sótt um líftryggingu en gildistími hennar er til 75 ára aldurs vátryggðs. Við andlát vátryggðs eru bætur greiddar í einu lagi til rétthafa og eru þær undanþegnar tekjuskatti þar sem um eingreiðslu er að ræða. Engu breytir hvort dánarorsök er slys eða sjúkdómur og gildir tryggingin hvar sem er í heiminum.

Iðgjald óháð kyni

Iðgjald tryggingarinnar er óháð kyni, er reiknað af vátryggingarfjárhæð og breytist á hverju ári í samræmi við aldur þess vátryggða. Fram til 55 ára aldurs hækkar iðgjald á aðalgjalddaga í samræmi við aldur vátryggðs. Frá og með 56 ára aldri tekur iðgjaldið mið af vísitölubreytingum ár hvert og vátryggingarfjárhæðin lækkar í samræmi við hækkandi aldur vátryggðs.

FJÖLGUN Í FJÖLSKYLDUNNI

Ef breytingar verða á fjölskyldustærð kallar það á endurskoðun tryggingaverndar. Vátryggður á rétt til hækkunar á vátryggingarfjárhæð án nýrrar yfirlýsingar um heilsufar, ef hann eignast barn eða ættleiðir barn sem er yngra en 18 ára.

BÆTUR VEGNA SJÚKDÓMS Á LOKASTIGI

Vörður hefur nú einnig bætt inn í skilmála líftrygginga ákvæði um bætur vegna sjúkdóms á lokastigi. Vátryggður getur óskað eftir greiðslu sem er ígildi líftryggingar ef hann greinist með sjúkdóm á lokastigi.

Vinsamlegast athugið að upptalningin hér er ekki tæmandi. Ítarlegri upplýsingar má nálgast í skilmálum

Fáðu ráðgjöf

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Næsta skref

Skilmálar

L-9 Líftrygging

BEIÐNIR

Beiðni um líf- og sjúkdómatryggingu

Eldri skilmálar

L-1 Líftrygging (F. 1.1.'15)

L-7 Líftrygging