Hvernig getum við aðstoðað?

Fáðu tilboð

Endilega fylltu út formið og við sendum þér tilboð um hæl.

Ertu með fyrirspurn?

Sendu okkur línu og við höfum samband eins fljótt og auðið er.

Spjallið

Spjallið er opið alla virka daga
frá kl. 9:00 - 16:30.

Tilkynna tjón

Sendu inn tjónstilkynningu og við Höfum samband eins fljótt og auðið er.

Tilkynna tjón

Fáðu tilboð í þínar tryggingar

Takk fyrir! Við höfum móttekið tilboðið þitt og ráðgjafar okkar hafa samband við fyrsta tækifæri.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru skyldugir.

Kennitala er ekki af réttu formi.

Óskað er eftir tilboði í:

Ertu með fyrirspurn?

Takk fyrir fyrirspurnina.

Við munum svara þér eins fljótt og auðið er.

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við svörum eins skjótt og hægt er.

Vinsamlegast fyllið út þá reiti sem eru rauðmerktir.

Mínar síður

Barnatrygging 2

Barnatrygging 2 skilur engin börn útundan svo að allar fjölskyldur eigi kost á öruggari framtíð.

Ekki þarf að svara spurningum um heilsufar til að veita fjölskyldunni traust skjól gegn áföllum á barnsævinni. Vátryggingin bætir þó ekki afleiðingar sjúkdóms eða slyss sem vitað var um fyrir töku tryggingarinnar, sjá nánar skilmála vátryggingarinnar. 

Trygginguna er unnt að taka allt frá þriggja mánaða aldri barnsins og gildir hún til loka 18 ára aldurs.

Eftirfarandi er innifalið í tryggingunni

Tryggð allan sólarhringinn

Slys eða veikindi sem leiða til örorku barns kalla ávallt á breytingar. Fjölskyldan öll stendur frammi fyrir nýjum veruleika og verkefnum. Fjármál heimilisins eru þar engin undantekning. Barnatrygging 2 tekur tillit til þeirra aðstæðna og hleypur undir bagga með aðstandendum til þess að auðvelda þeim aðstoð og aðhlynningu.

Bótaþættir barnatryggingar 2 eru sex

1. Skattfrjálsar örorkubætur
Greiddar í eingreiðslu til vátryggðs. Lágmarksörorka 15%. 

2. Bætur til forráðamanns vegna örorku barns
Lágmarksörorka 15%, vátryggingarfjárhæð tilgreind í vátryggingarskírteini og bréfi með endurnýjun.

3. Bætur vegna aðhlynningar
Greiðir bætur vegna innlagnar á sjúkrahús, umönnunar heima fyrir og/eða vegna sólarhrings aðhlynningar í samtals 60 daga af 120 daga tímabili. Vátryggingarfjárhæð er tilgreind í vátryggingarskírteini og bréfi um endurnýjun.

4. Sjúkdómabætur
Tilteknir sjúkdómar skilgreindir. Greitt til vátryggingartaka. Við greiningu tiltekinna sjúkdóma greiðast 15% vátryggingarfjárhæðar.

5. Dánarbætur
Andist vátryggður á gildistíma tryggingarinnar, greiðast dánarbætur í samræmi við vátryggingarfjárhæð á vátryggingarskírteini og bréfi um endurnýjun.

6. Iðgjaldafelsi
Ef vátryggingartaki yngri en 65 ára, fellur frá á gildistíma vátryggingarinnar, greiðir félagið iðgjald vátryggingarinnar út samningstíma hennar. Það er þó háð því skilyrði að vátryggingin hafi verið í gildi í 24 mánuði þegar andlátið ber að höndum.

Fáðu ráðgjöf

Endilega fylltu út þetta einfalda form og við sendum þér tilboð um hæl.

Næsta skref

Skilmálar

L-11 Barnatrygging 2

BEIÐNI 

Beiðni um barnatryggingu 2