Almenn slysatrygging

Almenn slysatrygging greiðir bætur til vátryggðs vegna varanlegrar örorku sem til kemur í kjölfar slysa við vinnu eða í frítíma. Einnig er hægt að kaupa sér vernd fyrir tímabundinni örorku (dagpeninga) og dánarbætur vegna slyss. Ef vátryggður stundar einhverja séráhættu á borð við köfun eða fallhlífastökk er hægt að kaupa sérstaka vernd sem tekur til þessara þátta.

Með orðinu slys er átt við skyndilegan utanaðkomandi atburð sem veldur tjóni á líkama þess sem vátryggður er og gerist án vilja hans.

Slysatryggingin gildir hvar sem er í heiminum.